Hafa náð tíu kílóum af fíkniefnum í ár 5. september 2006 08:00 Fíkniefni Alls hafa komið upp 37 fíkniefnamál hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli það sem af er árinu. Alls hefur verið lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum, en það er sama magn og var gert upptækt allt árið í fyrra. Söluandvirði efnisins er í kringum áttatíu milljónir króna. Þegar fjórðungur ársins er eftir hafa komið um fimm fíkniefnamál inn á borð tollgæslunnar í hverjum mánuði að jafnaði. Flest málin komu upp í febrúarmánuði síðastliðnum eða sjö talsins. Í umræddum mánuði voru tveir Litháar stöðvaðir við komuna hingað til lands með töluvert magn af amfetamínbasa, sem hefði að líkindum dugað til framleiðslu á um þrjátíu kílóum af amfetamíni. Þann 3. febrúar síðastliðinn var lagt hald á fjögur kíló af amfetamíni, en það er nánast allt það amfetamín sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur fundið í ár. Í því máli var um að ræða 26 ára íslenskan karlmann sem var að koma frá París í Frakklandi með efnið falið undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Magn amfetamínsins sem hald hefur verið lagt á í ár er nánast það sama og gert var upptækt allt árið í fyrra eða um fjögur kíló. Mun meira magn af amfetamíni hefur verið haldlagt hér á landi í ár en þessi tala gefur til kynna, nú síðast voru tveir Litháar gripnir af Tollgæslunni á Seyðisfirði með ellefu kíló af amfetamíni falið í tveimur bifreiðum við komu sína hingað til lands með Norrænu. Það sem af er árinu hefur tollgæslan lagt hald á tæp fimm kíló af kókaíni, en það er fimmfalt meira magn af kókaíni en gert var upptækt í fyrra. Þar munar mestu um mál síðan 9. ágúst síðastliðinn, þegar átján ára stúlka var stöðvuð í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni falin í farangri sínum. Hún var að koma frá London. Meðalaldur þeirra sem tollgæslan hefur haft afskipti af vegna fíkniefnamála á árinu er um 25 ár. Átta þeirra voru undir tvítugu. Sá yngsti var sautján ára piltur sem tekinn var á dögunum með um hundrað grömm af kókaíni, sem hann hafði falið í endaþarmi. Hann var að koma frá Amsterdam í félagi við annan mann. Vegna ungs aldurs piltsins var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Af þessum 37 tilfellum voru Íslendingar viðriðnir rúmlega helming þeirra, tólf karlmenn og sjö konur. Í hinum átján málunum voru flestir útlendingarnir frá Danmörku eða í fjórum tilfellum. Ýmsar aðferðir við smygl hafa verið notaðar á árinu. Þá hafa flestir verið gripnir með fíkniefnin á sér, ýmist í nærfötum, sokkum eða peningaveskjum. Tæplega fimmtugur íslenskur karlmaður reyndi að smygla um sjö hundruð grömmum af kókaíni inn til landsins í heimilistölvu og þá reyndi tæplega fertugur norskur karlmaður að smygla hassi inn til landsins í veiðarfæraboxi. Átta gerðu tilraun til að smygla efnum til landsins innvortis. Einn þeirra var 43 ára íslenskur karlmaður sem reyndi að smygla 25 grömmum af kókaíni og um sex grömmum af heróíni innvortis inn til landsins. Það er jafnframt eina tilfellið þar sem heróín hefur komið við sögu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Nú síðast voru tveir arabar, búsettir hér á landi, gripnir með fíkniefni innvortis við komuna til landsins. Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Fíkniefni Alls hafa komið upp 37 fíkniefnamál hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli það sem af er árinu. Alls hefur verið lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum, en það er sama magn og var gert upptækt allt árið í fyrra. Söluandvirði efnisins er í kringum áttatíu milljónir króna. Þegar fjórðungur ársins er eftir hafa komið um fimm fíkniefnamál inn á borð tollgæslunnar í hverjum mánuði að jafnaði. Flest málin komu upp í febrúarmánuði síðastliðnum eða sjö talsins. Í umræddum mánuði voru tveir Litháar stöðvaðir við komuna hingað til lands með töluvert magn af amfetamínbasa, sem hefði að líkindum dugað til framleiðslu á um þrjátíu kílóum af amfetamíni. Þann 3. febrúar síðastliðinn var lagt hald á fjögur kíló af amfetamíni, en það er nánast allt það amfetamín sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur fundið í ár. Í því máli var um að ræða 26 ára íslenskan karlmann sem var að koma frá París í Frakklandi með efnið falið undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Magn amfetamínsins sem hald hefur verið lagt á í ár er nánast það sama og gert var upptækt allt árið í fyrra eða um fjögur kíló. Mun meira magn af amfetamíni hefur verið haldlagt hér á landi í ár en þessi tala gefur til kynna, nú síðast voru tveir Litháar gripnir af Tollgæslunni á Seyðisfirði með ellefu kíló af amfetamíni falið í tveimur bifreiðum við komu sína hingað til lands með Norrænu. Það sem af er árinu hefur tollgæslan lagt hald á tæp fimm kíló af kókaíni, en það er fimmfalt meira magn af kókaíni en gert var upptækt í fyrra. Þar munar mestu um mál síðan 9. ágúst síðastliðinn, þegar átján ára stúlka var stöðvuð í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni falin í farangri sínum. Hún var að koma frá London. Meðalaldur þeirra sem tollgæslan hefur haft afskipti af vegna fíkniefnamála á árinu er um 25 ár. Átta þeirra voru undir tvítugu. Sá yngsti var sautján ára piltur sem tekinn var á dögunum með um hundrað grömm af kókaíni, sem hann hafði falið í endaþarmi. Hann var að koma frá Amsterdam í félagi við annan mann. Vegna ungs aldurs piltsins var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Af þessum 37 tilfellum voru Íslendingar viðriðnir rúmlega helming þeirra, tólf karlmenn og sjö konur. Í hinum átján málunum voru flestir útlendingarnir frá Danmörku eða í fjórum tilfellum. Ýmsar aðferðir við smygl hafa verið notaðar á árinu. Þá hafa flestir verið gripnir með fíkniefnin á sér, ýmist í nærfötum, sokkum eða peningaveskjum. Tæplega fimmtugur íslenskur karlmaður reyndi að smygla um sjö hundruð grömmum af kókaíni inn til landsins í heimilistölvu og þá reyndi tæplega fertugur norskur karlmaður að smygla hassi inn til landsins í veiðarfæraboxi. Átta gerðu tilraun til að smygla efnum til landsins innvortis. Einn þeirra var 43 ára íslenskur karlmaður sem reyndi að smygla 25 grömmum af kókaíni og um sex grömmum af heróíni innvortis inn til landsins. Það er jafnframt eina tilfellið þar sem heróín hefur komið við sögu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Nú síðast voru tveir arabar, búsettir hér á landi, gripnir með fíkniefni innvortis við komuna til landsins.
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira