Er Fréttablaðið í áróðri? Sigurjón Þórðarson skrifar 6. september 2006 06:00 Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun