Varnarmálaráðherra Sviss hefur neitað beiðni um að hætt verði að geyma skotvopn hermanna á heimilum þeirra. Að meðaltali er eitt sjálfsmorð framið daglega með skotvopni í Sviss, yfirleitt með vopnum frá hernum.
Samuel Schmid, varnarmálaráðherra Sviss, segir að þótt skotvopn verði flutt af heimilum hermanna leysi það ekki þetta félagslega vandamál. Rannsóknir hafa sýnt að heimsins hæsta tíðni sjálfsmorða með skotvopnum er í Sviss og Bandaríkjunum. Margir kenna þar um frjálslegum reglum varðandi vörslu vopnanna.