Segir andóf ekki liðið 6. september 2006 07:00 Falun Gong-liðar mótmæla Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum þegar Kínaforseti kom til landsins voru mjög umdeildar. Deilt hefur verið um hversu langt mótmælendur geta gengið í aðgerðum sínum. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot. Innlent Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Væri skömm að hjálpa ekki fleirum upp úr holunni Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot.
Innlent Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Væri skömm að hjálpa ekki fleirum upp úr holunni Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira