Nálgunarbann ekki nógu skilvirkt tæki 6. september 2006 08:00 Héraðsdómur Um 1.100 konur eru taldar verða fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi árlega. Enn fleiri verða fyrir andlegu ofbeldi en lítill hluti þess ratar inn á borð til yfirvalda. Börn geta orðið fyrir varanlegum skaða alist þau upp við heimilisofbeldi. Mynd/Vísir Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis.
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira