Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir ýmis lögbrot.
Hinn dæmdi á að baki langan og óslitinn sakaferil sem nær allt aftur til ársins 1996. Frá þeim tíma og fram til júní árið 2003 hlaut hann fjórtán sinnum refsingu fyrir ýmis brot.
Brotin voru framin á tímabilinu frá því í mars 2004 til júlí 2005. Hann var sakfelldur fyrir þjófnaði úr fataverslunum, vörslu fíkniefna, fyrir að aka án ökuréttinda, fyrir að stela eldsneyti af bensínstöðvum og líkamsárás.