Ökumaður á tvítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt við bæinn Grjótgarð í Hörgárbyggð, skammt norðan Akureyrar um tvö leytið í fyrrinótt.
Ökumaðurinn var einn á ferð þegar óhappið varð og hlaut hann minniháttar meiðsl. Hann var með meðvitund þegar sjúkralið bar að garði og var hann fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Honum var haldið þar yfir nóttina en var svo útskrifaður um hádegið í gær.
Bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt.