Tuttugu og þriggja ára karlmaður var ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í gær.
Hann er ákærður fyrir að hafa skallað mann í andlitið á veitingahúsinu Broadway í byrjun maí í fyrra, með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut bólgur í andliti, nefbrotnaði og framtönn í neðri gómi brotnaði.
Ákæruvaldið krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá krefst þolandi að ákærði verði dæmdur til greiðslu bóta að fjárhæð tæplega 350 þúsund króna.