Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu 7. september 2006 08:00 innkaupakarfa Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ munar næstum fimmtungi á hæsta og lægsta verði innkaupakörfunnar. MYND/Valli Verðlagseftirlit Alþýðusamband Íslands kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á þriðjudaginn og reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði innkaupakörfunnar vera rúmar sautján hundruð krónur, eða átján prósent. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus, en hún kostaði 9.780 krónur. Dýrust var karfan í verslun Kaskó, upp á 11.504 krónur. Innkaupakarfan samanstóð af fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins og átti hún að endurspegla dæmigerða verslunarferð hjá fjölskyldu. Í körfunni mátti meðal annars finna brauðmeti, sætabrauð, morgunkorn, smjör, ýmsar mjólkurvörur, álegg, lambalæri, fisk, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur og þvottaefni. Minnstur verðmunur milli verslananna á einstökum vörutegundum reyndist vera á smjöri, osti og mjólkurvörum ýmiss konar, um fimm prósent eða svo. Athygli vekur að oft reyndist yfir hundrað prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðarberjasultu. Þá var tæplega áttatíu prósenta verðmunur á kílóverði af frosinni ýsu og 46 prósenta munur reyndist á kílóverði af frosnu lambalæri. Það er mikilvægt fyrir neytandann að horfa á alla körfuna í heild, því það munar oft mjög litlu á einstaka vöruflokkum milli verslana, segir Henný Hinz, verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Það eru liðir í körfunni sem vega mjög þungt og getur verið mikill verðmunur á og veldur því að munað getur töluvert á heildarniðurstöðum. Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Langholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins tekur fram að einungis var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Innlent Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Verðlagseftirlit Alþýðusamband Íslands kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á þriðjudaginn og reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði innkaupakörfunnar vera rúmar sautján hundruð krónur, eða átján prósent. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus, en hún kostaði 9.780 krónur. Dýrust var karfan í verslun Kaskó, upp á 11.504 krónur. Innkaupakarfan samanstóð af fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins og átti hún að endurspegla dæmigerða verslunarferð hjá fjölskyldu. Í körfunni mátti meðal annars finna brauðmeti, sætabrauð, morgunkorn, smjör, ýmsar mjólkurvörur, álegg, lambalæri, fisk, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur og þvottaefni. Minnstur verðmunur milli verslananna á einstökum vörutegundum reyndist vera á smjöri, osti og mjólkurvörum ýmiss konar, um fimm prósent eða svo. Athygli vekur að oft reyndist yfir hundrað prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðarberjasultu. Þá var tæplega áttatíu prósenta verðmunur á kílóverði af frosinni ýsu og 46 prósenta munur reyndist á kílóverði af frosnu lambalæri. Það er mikilvægt fyrir neytandann að horfa á alla körfuna í heild, því það munar oft mjög litlu á einstaka vöruflokkum milli verslana, segir Henný Hinz, verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Það eru liðir í körfunni sem vega mjög þungt og getur verið mikill verðmunur á og veldur því að munað getur töluvert á heildarniðurstöðum. Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Langholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins tekur fram að einungis var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Innlent Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira