Risaslagur í úrslitum VISA-bikarsins 9. september 2006 11:45 Stórslagur framundan. Fyrirliðar liðanna, þær Katrín Jónsdóttir Val og Ólína G. Viðarsdóttir Breiðabliki, berjast um bikarinn. Það verður fróðlegt að sjá þessi hörkulið mætast. MYND/Heiða Í dag fer fram stórleikur í VISA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu þegar Valur og Breiðablik mætast á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að þessi tvö lið séu risarnir í íslenskri kvennaknattspyrnu um þessar mundir, Breiðablik vann tvöfalt í fyrra og Valur bar höfuð og herðar yfir önnur lið í Landsbankadeild kvenna í sumar þar sem Breiðablik endaði í öðru sæti. Þetta er 26. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna og Valur og Breiðablik hafa bæði unnið bikarinn níu sinnum, oftast allra liða. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvellinum í dag en leikurinn hefst kl. 16.30. Liðin mættust tvisvar í Landsbankadeildinni í sumar, Valur vann fyrri leikinn 4-1 á sínum heimavelli en Breiðablik náði fram hefndum í síðari leiknum í Kópavogi og sigraði 2-1. Margrét Lára Viðarsdóttir, sóknarmaður Vals, hefur verið mjög iðin við markaskorun í sumar og skoraði 34 mörk í 14 leikjum fyrir Val í Landsbankadeildinni, auk þess að hafa skorað 1 mark í VISA-bikarkeppninni til þessa, og ljóst er að Breiðabliksstúlkur þurfa að hafa góðar gætur á henni í dag. En markahæsti leikmaður Breiðabliks í sumar er hin fjölhæfa Erna B. Sigurðardóttir sem skorað hefur 17 mörk í 13 deildarleikjum í sumar en hún hefur einnig skorað eitt mark í VISA-bikarkeppninni. Bæði liðin mæta með sín sterkustu lið þar sem enginn leikmaður er í banni og allir heilir. Hart barist Dóra María Lárusdóttir, Val og Blikinn Greta Mjöll Samúelsdóttir eigast við í leik liðanna fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL "Markmiðið er auðvitað að vinna þennan leik og fá tvo bikara í hús. Það er alltaf svolítið sérstakt að spila bikarleiki," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Katrín lék á sínum tíma en yfirgaf herbúðir þeirra árið 1999 þegar hún fluttist til Noregs. "Mér hefur alltaf fundist skrítið að mæta Breiðabliki og þar verður engin breyting á. En nú er það bara þessi leikur og allt annað verður lagt til hliðar," sagði Katrín. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, sagðist vera full tilhlökkunar fyrir leikinn. "Við spiluðum engan leik í síðustu umferð deildarinnar þannig að við hlökkum bara til að spila þennan leik og gera tilraun til að fagna öðrum titli," sagði Elísabet. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, sagði að ekkert annað en sigur kæmi til greina í þessum leik. "Það er mikil spenna í okkar hóp. Við ætlum okkur að taka annan bikarinn. Bæði liðin hafa unnið eina innbyrðisviðureign þannig að þetta verður mjög spennandi," sagði Ólína. Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks, hafði ekki áhyggjur af því að Evrópukeppnin myndi hafa einhver áhrif á sitt lið. "Við einblínum bara á þennan leik og svo er Evrópukeppnin næsta verkefni þar á eftir. Við horfum bara á þennan leik og það er bikar í boði og við ætlum okkur að vinna hann," sagði Guðmundur. Breiðablik fer utan á mánudaginn og leikur gegn Helsinki í Evrópukeppninni á þriðjudaginn. Stuðningsmenn Breiðabliks ætla að hittast við íþróttahúsið Smárann og gera sér glaðan dag en rútuferðir verða þaðan kl. 16.00. Valsmenn ætla hins vegar að hittast á hverfahátíð á Miklatúni í dag og vera með rútuferðir þaðan. Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Í dag fer fram stórleikur í VISA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu þegar Valur og Breiðablik mætast á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að þessi tvö lið séu risarnir í íslenskri kvennaknattspyrnu um þessar mundir, Breiðablik vann tvöfalt í fyrra og Valur bar höfuð og herðar yfir önnur lið í Landsbankadeild kvenna í sumar þar sem Breiðablik endaði í öðru sæti. Þetta er 26. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna og Valur og Breiðablik hafa bæði unnið bikarinn níu sinnum, oftast allra liða. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvellinum í dag en leikurinn hefst kl. 16.30. Liðin mættust tvisvar í Landsbankadeildinni í sumar, Valur vann fyrri leikinn 4-1 á sínum heimavelli en Breiðablik náði fram hefndum í síðari leiknum í Kópavogi og sigraði 2-1. Margrét Lára Viðarsdóttir, sóknarmaður Vals, hefur verið mjög iðin við markaskorun í sumar og skoraði 34 mörk í 14 leikjum fyrir Val í Landsbankadeildinni, auk þess að hafa skorað 1 mark í VISA-bikarkeppninni til þessa, og ljóst er að Breiðabliksstúlkur þurfa að hafa góðar gætur á henni í dag. En markahæsti leikmaður Breiðabliks í sumar er hin fjölhæfa Erna B. Sigurðardóttir sem skorað hefur 17 mörk í 13 deildarleikjum í sumar en hún hefur einnig skorað eitt mark í VISA-bikarkeppninni. Bæði liðin mæta með sín sterkustu lið þar sem enginn leikmaður er í banni og allir heilir. Hart barist Dóra María Lárusdóttir, Val og Blikinn Greta Mjöll Samúelsdóttir eigast við í leik liðanna fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL "Markmiðið er auðvitað að vinna þennan leik og fá tvo bikara í hús. Það er alltaf svolítið sérstakt að spila bikarleiki," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Katrín lék á sínum tíma en yfirgaf herbúðir þeirra árið 1999 þegar hún fluttist til Noregs. "Mér hefur alltaf fundist skrítið að mæta Breiðabliki og þar verður engin breyting á. En nú er það bara þessi leikur og allt annað verður lagt til hliðar," sagði Katrín. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, sagðist vera full tilhlökkunar fyrir leikinn. "Við spiluðum engan leik í síðustu umferð deildarinnar þannig að við hlökkum bara til að spila þennan leik og gera tilraun til að fagna öðrum titli," sagði Elísabet. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, sagði að ekkert annað en sigur kæmi til greina í þessum leik. "Það er mikil spenna í okkar hóp. Við ætlum okkur að taka annan bikarinn. Bæði liðin hafa unnið eina innbyrðisviðureign þannig að þetta verður mjög spennandi," sagði Ólína. Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks, hafði ekki áhyggjur af því að Evrópukeppnin myndi hafa einhver áhrif á sitt lið. "Við einblínum bara á þennan leik og svo er Evrópukeppnin næsta verkefni þar á eftir. Við horfum bara á þennan leik og það er bikar í boði og við ætlum okkur að vinna hann," sagði Guðmundur. Breiðablik fer utan á mánudaginn og leikur gegn Helsinki í Evrópukeppninni á þriðjudaginn. Stuðningsmenn Breiðabliks ætla að hittast við íþróttahúsið Smárann og gera sér glaðan dag en rútuferðir verða þaðan kl. 16.00. Valsmenn ætla hins vegar að hittast á hverfahátíð á Miklatúni í dag og vera með rútuferðir þaðan.
Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira