Þróunaraðstoð á villigötum 9. september 2006 05:00 Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun