Vildi ekki opinbera ágreining hjá Strætó 9. september 2006 05:30 Björk Vilhelmsdóttir Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun. Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun.
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira