Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í þrjátíu daga fangelsi skilorðsbundið. Sakarefni voru líkamsárás, auk þess að hafa þrívegis verið með fíkniefni í fórum sínum.
Félagi mannsins var dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt fyrir að hafa átt þátt í líkamsárásinni, þar sem tvímenningarnir kýldu mann í líkama og höfuð.
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóminn sem gerði mönnunum að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna.