Húsnæði Háskólans í Reykjavík stækkaði um 6.000 fermetra í gær þegar skólinn tók í notkun Kringluna 1. Þar hafði Morgunblaðið aðsetur áður en það flutti upp í Hádegismóa.
Húsnæðið fékk háskólinn afhent í sumar og segir Guðfinna Bjarnadóttir rektor að búið sé að gera fyrstu og aðra hæð hússins tilbúnar.
Rektor fagnar þessum breytingum og nefnir sem dæmi um hinn mikla vöxt sem hefur verið í skólanum frá því hann var stofnaður árið 1998 að þá hafi þrjú hundruð nemendur verið við nám. Í haust hafi 1800 manns sótt um að komast að við skólann eða tvisvar sinnum meiri fjöldi en skólinn hefur tök á að taka á móti.
Eftir þrjú ár er þó áætlað að Háskólinn flytji í Vatnsmýrina.