Afnotagjald Ríkisútvarpsins hækkar um átta prósent um næstu mánaðamót. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu menntamálaráðherra þess efnis á fundi sínum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins æsktu stjórnendur RÚV átján prósenta hækkunar.
Almennt afnotagjald nemur, eftir hækkunina, 2.921 krónu á mánuði en aldraðir og öryrkjar fá tuttugu prósenta afslátt.
Afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækkuðu síðast vorið 2004.