Hátíð til styrktar tíu ára dreng með hvítblæði fer fram í Grindavík í dag. Meðal þeirra sem koma fram eru KK, íbúar Latabæjar, Skítamórall og Rúnar Júlíusson. Allir sem taka þátt í hátíðinni gefa sína vinnu og rennur aðgangseyririnn til fjölskyldu drengsins. Hátíðin verður haldin í Festi og hefst klukkan fimm.
Drengurinn, Frank Bergmann Brynjarsson, greindist með hvítblæði fyrr á árinu og þarf að fara utan til að láta skipta um beinmerg. Foreldrar hans hafa tekið sér frí frá vinnu og munu fylgja honum út.