Óþarft sérákvæði um heimilisofbeldi 10. september 2006 04:30 Björn Bjarnason vill sjá hver reynslan verður af lagabreytingunum. Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“ Innlent Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“
Innlent Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira