Bankarnir spá 50 punkta hækkun stýrivaxta í dag 14. september 2006 09:29 Á bensínstöðinni Lækkun bensínverðs er meðal þess sem vegur þungt í verðbólgumælingu Hagstofunnar, en verðbólga milli mánaða reyndist minni en spáð hafði verið, þrátt fyrir útsölulok.Fréttablaðið/Valli Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira