Almennir hluthafar hagnast um 177 milljónir króna 16. september 2006 00:01 Í Kauphöll Íslands Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sýnir forsvarsmönnum Exista og gestum Kauphallarinnar hvar sjá megi tilboðsgengi í bréf Exista áður en fyrstu viðskipti með bréf þess hófust í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent