Segir jafnræðisreglu klárlega vera brotna 18. september 2006 06:30 Þjóðskjalasafn Íslands. Kjartan Ólafsson hefur kært Þjóðskjalasafn Íslands fyrir að veita sér ekki aðgang að gögnum um símhleranir á árunum 1949 til 1968. MYND/GVA Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði og fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, telur ófært að Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi þingmanni og formanni Sósíalistafélags Íslands, hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um símhleranir. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að gögnunum og opinberaði síðar að símhleranir hefðu verið stundaðar að minnsta kosti sex sinnum á árunum 1949 til 1968. Skrifstofur félaga sem Kjartan var í forsvari fyrir á þessum tíma voru meðal annars hleraðar. Eiríkur segir þagnarskyldu hafa verið aflétt af gögnunum. Með því að veita Guðna aðgang að gögnunum, þá er búið að aflétta þagnarskyldu, sem kann að hafa hvílt á efni þessara skjala. Þá finnst mér, með vísan til jafnréttissjónarmiða, að Kjartan, sem er líklegur þolandi í málinu, eigi að fá sama aðgang að gögnunum og Guðni eða jafnvel meiri, sagði Eiríkur og bætti við að lögin um þessi mál væru tiltölulega skýr. Eiríkur Tómasson Efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Ég geri ráð fyrir, miðað við það sem ég hef heyrt af ákvörðun Þjóðskjalasafnsins, að hér sé um að ræða gögn sem varða rannsókn opinbers máls. Ef svo er þá ná upplýsingalögin ekki yfir gögnin, þar sem sérstaklega er tekið fram í lögunum að slík gögn séu undanskilin gildissviði slíkra laga. Hins vegar hefur mótast sú meginregla að öll gögn, nema þau sem hafa að geyma viðkvæm einkamálefni einstaklinga, eru aðgengileg öllum eftir að þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Ég hefði talið eðlilegt að beita sömu reglu um gögn sem varða rannsókn í opinberu máli en Alþingi hefur ekki sett lög sem ná til þessara þátta. En aðalatriðið er, að þegar búið er að aflétta þagnarskyldunni gagnvart einum sagnfræðingi, þá finnst mér ófært að veita ekki manni sem virðist hafa meira hagsmuni að gæta, aðgang að gögnunum. Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður neitar að veita aðgang að gögnum um símhleranir. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir eðlilegt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um kærumál sem tengjast þessu máli áður en frekari aðgangur er veittur að gögnunum. Fyrst er fræðimanni veittur aðgangur að gögnunum þar sem hann þurfti að nota þau í norrænni rannsókn. Síðan tók Alþingi málið upp með því að ákveða að skipa nefnd sem fjallar um aðgang að gögnum eins og þessum. Niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki fyrir. Þessi gögn eru venjulega lokuð en Guðni fékk takmarkaðan aðgang að gögnunum með skilyrðum. Málið er nú hjá nefnd sem úrskurðar um þessi mál og meðan svo er þá teljum við okkur ekki geta veitt aðgang að gögnunum. Páll Hreinsson, formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sagðist í gær ekki geta svarað hvenær úrskurður vegna kæra sem borist hafa vegna þessa máls lægi fyrir. Fréttablaðið hefur óskað eftir því skriflega að fá að skoða gögnin en ekki borist svar við beiðninni ennþá. Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði og fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, telur ófært að Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi þingmanni og formanni Sósíalistafélags Íslands, hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um símhleranir. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að gögnunum og opinberaði síðar að símhleranir hefðu verið stundaðar að minnsta kosti sex sinnum á árunum 1949 til 1968. Skrifstofur félaga sem Kjartan var í forsvari fyrir á þessum tíma voru meðal annars hleraðar. Eiríkur segir þagnarskyldu hafa verið aflétt af gögnunum. Með því að veita Guðna aðgang að gögnunum, þá er búið að aflétta þagnarskyldu, sem kann að hafa hvílt á efni þessara skjala. Þá finnst mér, með vísan til jafnréttissjónarmiða, að Kjartan, sem er líklegur þolandi í málinu, eigi að fá sama aðgang að gögnunum og Guðni eða jafnvel meiri, sagði Eiríkur og bætti við að lögin um þessi mál væru tiltölulega skýr. Eiríkur Tómasson Efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Ég geri ráð fyrir, miðað við það sem ég hef heyrt af ákvörðun Þjóðskjalasafnsins, að hér sé um að ræða gögn sem varða rannsókn opinbers máls. Ef svo er þá ná upplýsingalögin ekki yfir gögnin, þar sem sérstaklega er tekið fram í lögunum að slík gögn séu undanskilin gildissviði slíkra laga. Hins vegar hefur mótast sú meginregla að öll gögn, nema þau sem hafa að geyma viðkvæm einkamálefni einstaklinga, eru aðgengileg öllum eftir að þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Ég hefði talið eðlilegt að beita sömu reglu um gögn sem varða rannsókn í opinberu máli en Alþingi hefur ekki sett lög sem ná til þessara þátta. En aðalatriðið er, að þegar búið er að aflétta þagnarskyldunni gagnvart einum sagnfræðingi, þá finnst mér ófært að veita ekki manni sem virðist hafa meira hagsmuni að gæta, aðgang að gögnunum. Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður neitar að veita aðgang að gögnum um símhleranir. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir eðlilegt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um kærumál sem tengjast þessu máli áður en frekari aðgangur er veittur að gögnunum. Fyrst er fræðimanni veittur aðgangur að gögnunum þar sem hann þurfti að nota þau í norrænni rannsókn. Síðan tók Alþingi málið upp með því að ákveða að skipa nefnd sem fjallar um aðgang að gögnum eins og þessum. Niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki fyrir. Þessi gögn eru venjulega lokuð en Guðni fékk takmarkaðan aðgang að gögnunum með skilyrðum. Málið er nú hjá nefnd sem úrskurðar um þessi mál og meðan svo er þá teljum við okkur ekki geta veitt aðgang að gögnunum. Páll Hreinsson, formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sagðist í gær ekki geta svarað hvenær úrskurður vegna kæra sem borist hafa vegna þessa máls lægi fyrir. Fréttablaðið hefur óskað eftir því skriflega að fá að skoða gögnin en ekki borist svar við beiðninni ennþá.
Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent