Snyrta hár án réttinda í heimahúsum 18. september 2006 06:00 Hárgreiðslustofa. Erfitt getur verið að fá þær konur sem starfa heima til að starfa á hárgreiðslustofum. Stærstur hluti þeirra sem hefja hárgreiðslunám hér á landi klárar aldrei námið. Jónína Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hárgreiðslu, áætlar að af 140 nemum sem hefja hárgreiðslunám ljúki einungis um 30 nemendur náminu sem tekur fjögur ár. Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda. Fyrir nokkrum árum gerði meistarafélagið gangskör í að reyna að uppræta þessa ólöglegu starfsemi og leitaði til opinberra aðila sér til aðstoðar. Sönnunarbyrðin í þessum málum er hinsvegar mjög erfið og því fór þetta mál aldrei lengra. Jónína segir erfitt að fá þær konur sem starfa heima til að fara að vinna á stofum. Ég hef lent í því að þurfa að finna fólk til starfa á stofu sem ég rek og fékk upplýsingar um hárgreiðslukonur sem voru skráðar atvinnulausar hjá vinnumiðlun. Þegar ég hafði samband við þær komu þær með ýmsar afsakanir fyrir því að þiggja ekki starfið og mér þykir líklegt að einhverjar þeirra hafi verið með atvinnustarfsemi heima auk atvinnuleysisbótanna. Þá segir Jónína nokkuð um að konur lengi barneignafrí með því að vinna heima. jónína snorradóttir Jónína segir heildsala aðeins selja hárgreiðsluvörur til viðurkenndra hárgreiðslustofa en að það sé auðvelt fyrir þá aðila sem starfa heima að fá einhverja með réttindi til að kaupa fyrir sig efni. Einnig er hægt að kaupa þessar vörur í gegnum netið. Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir svarta atvinnustarfsemi mein sem þurfi að reka áróður gegn. Samantektir sýna að neðanjarðarhagkerfi á Íslandi veltir milljörðum en þetta eru peningar sem fara framhjá hagkerfinu. Það er best að hver og einn sé vakandi fyrir þessu og krefjast nótu eftir viðskipti. Hægt er að hvetja fólk til nótuviðskipta með því að endurgreiða fólki gegn framvísun nótanna. Þetta hefur meðal annars verið gert í byggingariðnaði þar sem húsbyggendur fá endurgreitt ef þeir sýna fram á nótur frá iðnaðarmönnum. Jón Steindór segir að einnig gæti verið skynsamlegt að lækka virðisauksakatt sem sé mjög hár á atvinnustarfsemi hér á landi. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Stærstur hluti þeirra sem hefja hárgreiðslunám hér á landi klárar aldrei námið. Jónína Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hárgreiðslu, áætlar að af 140 nemum sem hefja hárgreiðslunám ljúki einungis um 30 nemendur náminu sem tekur fjögur ár. Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda. Fyrir nokkrum árum gerði meistarafélagið gangskör í að reyna að uppræta þessa ólöglegu starfsemi og leitaði til opinberra aðila sér til aðstoðar. Sönnunarbyrðin í þessum málum er hinsvegar mjög erfið og því fór þetta mál aldrei lengra. Jónína segir erfitt að fá þær konur sem starfa heima til að fara að vinna á stofum. Ég hef lent í því að þurfa að finna fólk til starfa á stofu sem ég rek og fékk upplýsingar um hárgreiðslukonur sem voru skráðar atvinnulausar hjá vinnumiðlun. Þegar ég hafði samband við þær komu þær með ýmsar afsakanir fyrir því að þiggja ekki starfið og mér þykir líklegt að einhverjar þeirra hafi verið með atvinnustarfsemi heima auk atvinnuleysisbótanna. Þá segir Jónína nokkuð um að konur lengi barneignafrí með því að vinna heima. jónína snorradóttir Jónína segir heildsala aðeins selja hárgreiðsluvörur til viðurkenndra hárgreiðslustofa en að það sé auðvelt fyrir þá aðila sem starfa heima að fá einhverja með réttindi til að kaupa fyrir sig efni. Einnig er hægt að kaupa þessar vörur í gegnum netið. Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir svarta atvinnustarfsemi mein sem þurfi að reka áróður gegn. Samantektir sýna að neðanjarðarhagkerfi á Íslandi veltir milljörðum en þetta eru peningar sem fara framhjá hagkerfinu. Það er best að hver og einn sé vakandi fyrir þessu og krefjast nótu eftir viðskipti. Hægt er að hvetja fólk til nótuviðskipta með því að endurgreiða fólki gegn framvísun nótanna. Þetta hefur meðal annars verið gert í byggingariðnaði þar sem húsbyggendur fá endurgreitt ef þeir sýna fram á nótur frá iðnaðarmönnum. Jón Steindór segir að einnig gæti verið skynsamlegt að lækka virðisauksakatt sem sé mjög hár á atvinnustarfsemi hér á landi.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira