Actavis lætur Barr um Pliva 19. september 2006 09:00 Rannsóknasetur Pliva í Zagreb í Króatíu. Útlit er fyrir að Barr Pharmaceuticals hreppi Pliva í Króatíu, enda hefur Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í fyrirtækið. Mynd/Pliva Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira