Háar álögur á bjúgaldin í Evrópu 20. september 2006 00:01 Af bananamarkaði Hagnaður Chiquita hefur dregist mikið saman í Evrópu vegna hærri tolla á banana frá S-Ameríku. Mynd/AP Verð á banönum hefur hækkað um tíu prósent milli ára í Bandaríkjunum sökum slakrar afkomu framleiðandans Chiquita í Evrópu. Bananaverð í Evrópu hefur aftur á móti lækkað um 17 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins, í Sviss, Noregi og hér á landi, að sögn fyrirtækisins. Helsta ástæða lækkunarinnar er gott veður og styrking gjaldmiðla í Evrópu gagnvart bandaríkjadal. Þá segir Chiquita að samkeppni á bananamarkaði hafi harðnað talsvert í Evrópu vegna aðgerða framkvæmdastjórnar ESB til að auka samkeppni á evrópskum bananamarkaði auk þess sem tollar á innflutta banana frá Suður-Ameríku til aðildarríkja sambandsins voru hækkaðir talsvert. Aðgerðirnar koma sérstaklega illa niður á Chiquita en fyrirtækið flytur flesta banana sína til annarra landa frá S-Ameríku. Álögur ESB fólu meðal annars í sér að verð á banönum fór úr 76 evrum eða um 6.700 krónum á tonnið í rúmar 15.700 krónur. Við þetta hækkaði kílóverðið og sala á banönum frá Chiquita hefur dregist saman í Evrópu það sem af er árs. Hagnaður fyrirtækisins af öllum vörum á Evrópumarkaði fór sömu leið. Hann nam 45 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,2 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og er það 39 prósenta samdráttur á milli ára. Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Verð á banönum hefur hækkað um tíu prósent milli ára í Bandaríkjunum sökum slakrar afkomu framleiðandans Chiquita í Evrópu. Bananaverð í Evrópu hefur aftur á móti lækkað um 17 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins, í Sviss, Noregi og hér á landi, að sögn fyrirtækisins. Helsta ástæða lækkunarinnar er gott veður og styrking gjaldmiðla í Evrópu gagnvart bandaríkjadal. Þá segir Chiquita að samkeppni á bananamarkaði hafi harðnað talsvert í Evrópu vegna aðgerða framkvæmdastjórnar ESB til að auka samkeppni á evrópskum bananamarkaði auk þess sem tollar á innflutta banana frá Suður-Ameríku til aðildarríkja sambandsins voru hækkaðir talsvert. Aðgerðirnar koma sérstaklega illa niður á Chiquita en fyrirtækið flytur flesta banana sína til annarra landa frá S-Ameríku. Álögur ESB fólu meðal annars í sér að verð á banönum fór úr 76 evrum eða um 6.700 krónum á tonnið í rúmar 15.700 krónur. Við þetta hækkaði kílóverðið og sala á banönum frá Chiquita hefur dregist saman í Evrópu það sem af er árs. Hagnaður fyrirtækisins af öllum vörum á Evrópumarkaði fór sömu leið. Hann nam 45 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,2 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og er það 39 prósenta samdráttur á milli ára.
Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent