Dýraníð og lögin 20. september 2006 06:00 Vegna frétta í fjölmiðlum af dýraníði (dyresex) vegna kynferðislegrar misnotkunar á íslenskum hesti í Danmörku vill Dýraverndarsamband Íslands koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Engin ákvæði eru til í íslenskum lögum, sem banna beinlínis þessháttar verknað gagnvart dýrum en hinsvegar segir í lögum nr. 15/1994 um dýravernd 2. gr: "Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli." Í október 2004 kom upp slíkt mál í Þorlákshöfn og kærði hestaeigandinn meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthúsið sitt og jafnframt fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við hrossin þar. Lögregluembættið í Árnessýslu tók málið föstum tökum og mun það bæði hafa verið rannsakað sem innbrot en líka sem brot á lögum um dýravernd. Fékk það alveg sömu málsmeðferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og send til útlanda til DNA-greiningar. Niðurstöður voru ekki nógu afgerandi til þess að verknaðurinn þætti tvímælalaus enda er sönnunarbyrðin mjög rík í slíkum málum. Sök um dýraníð þótti því ekki nægilega sönnuð en viðkomandi mun hafa fengið einhverja refsingu fyrir innbrotið í hesthúsið. Í umræðunni í fjölmiðlum um þessi mál hafa komið fram fyllyrðingar um að þar sem ekki séu til í lögum nein bein ákvæði um svona mál endi þau yfirleitt ekki í kæru þar sem oftast sjái ekki á dýrunum. Þetta er sem betur fer rangt eins og dæmið hér að ofan sannar, þar sem fram kemur að lögreglan í Árnessýslu rannsakaði svona dýraníðingsmál sem brot á framangreindri grein í dýraverndarlögunum og með alveg sama hætti og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Á lögreglan hrós skilið fyrir þessi frábæru vinnubrögð. Í íslenskum rétti er til urmull af lögum og reglugerðum og samþykktum um hverskonar meðferð dýra - en því miður er það gömul saga og ný að þau eru vita gagnslaus ef þeim er ekki fylgt eftir af þar til bærum aðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vegna frétta í fjölmiðlum af dýraníði (dyresex) vegna kynferðislegrar misnotkunar á íslenskum hesti í Danmörku vill Dýraverndarsamband Íslands koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Engin ákvæði eru til í íslenskum lögum, sem banna beinlínis þessháttar verknað gagnvart dýrum en hinsvegar segir í lögum nr. 15/1994 um dýravernd 2. gr: "Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli." Í október 2004 kom upp slíkt mál í Þorlákshöfn og kærði hestaeigandinn meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthúsið sitt og jafnframt fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við hrossin þar. Lögregluembættið í Árnessýslu tók málið föstum tökum og mun það bæði hafa verið rannsakað sem innbrot en líka sem brot á lögum um dýravernd. Fékk það alveg sömu málsmeðferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og send til útlanda til DNA-greiningar. Niðurstöður voru ekki nógu afgerandi til þess að verknaðurinn þætti tvímælalaus enda er sönnunarbyrðin mjög rík í slíkum málum. Sök um dýraníð þótti því ekki nægilega sönnuð en viðkomandi mun hafa fengið einhverja refsingu fyrir innbrotið í hesthúsið. Í umræðunni í fjölmiðlum um þessi mál hafa komið fram fyllyrðingar um að þar sem ekki séu til í lögum nein bein ákvæði um svona mál endi þau yfirleitt ekki í kæru þar sem oftast sjái ekki á dýrunum. Þetta er sem betur fer rangt eins og dæmið hér að ofan sannar, þar sem fram kemur að lögreglan í Árnessýslu rannsakaði svona dýraníðingsmál sem brot á framangreindri grein í dýraverndarlögunum og með alveg sama hætti og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Á lögreglan hrós skilið fyrir þessi frábæru vinnubrögð. Í íslenskum rétti er til urmull af lögum og reglugerðum og samþykktum um hverskonar meðferð dýra - en því miður er það gömul saga og ný að þau eru vita gagnslaus ef þeim er ekki fylgt eftir af þar til bærum aðilum.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar