Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs 20. september 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra segir varnarviðræðurnar við Bandaríkjamenn hafa þróast í takt við væntingar sínar. Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar. Innlent Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar.
Innlent Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira