Ný þjónusta styttir leiðina 20. september 2006 07:30 Inga María Vilhjálmsdóttir Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent