Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur útgerðarmönnum 21. september 2006 06:00 Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. sl. sem skrifaður er til stuðnings tryggari eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað er til þess að Ragnar Árnason prófessor áætli að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fái sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Mikil umræðuherferð er nú í gangi, sem ætlað er að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar séu betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Svokölluðum frjálshyggjumönnum, þ.e. andfélagslega sinnuðum mönnum, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að færast útgerðinni til fullrar eignar og umráða, sjálfsagt ókeypis, og allt eftirlit með stofnunum og nytjar verði í höndum eigendanna. Ekki ríkisins. Og að sjálfsögðu vilja útgerðarmenn þiggja þjóðarauðinn til fullrar eignar enda hafa samtök þeirra látið vinna lögfræðiálit um að útgerðin eigi nú þegar veiðiheimildirnar. Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), sem er stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan fulltrúaráðs samtakanna. Þá voru á ráðstefnunni margir útlendingar, sem ætla má að hafi annan skilning en Íslendingar á mikilvægi þjóðarauðlindanna fyrir þjóðina. Þeir hafa líklegast túlkað sjónarmið hins alþjóðlega fjármagns, enda þátttaka þeirra í ráðstefnunni sjálfsagt kostuð af fyrirtækjum sem fulltrúaráðsmennirnir í RSE koma frá. Ekki virðast gagnstæð sjónarmið hafa komið fram á ráðstefnunni enda ólíklegt að forgöngumenn félagsskaparins hafi áhuga á þeim. Niðurstaðan er fyrirfram gefin. Sýnilega á þessi stofnun að setja fræðilegan stimpil á sókn einkafjármagnsins í auðlindir þjóðarinnar og arðsöm fyrirtæki. Að þessu sinni fiskimiðin. Verkefni umræddrar ráðstefnu virðist hafa verið að sýna fram á, með fræðilegri umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Eignarrétturinn er mikilvægur. Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð“ til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Að afsala þjóðinni eignarréttinum á fiskimiðunum til einkaaðila, þótt íslenskir væru, er í raun fjarstæða, sem varla ætti að koma til alvarlegrar umræðu. Slíkur gerningur skaðaði sjálfstæði þjóðarinnar verulega og mætti líkja við landráð. Þjóðin þarf því að vera vel á verði gagnvart öllum hugmyndum og falsfræðum um að afsala frá henni þeim auðlindum sem eru grunnurinn undir þeim lífsgæðum sem hún býr í dag við, hvort sem þær auðlindir eru til sjós eða lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. sl. sem skrifaður er til stuðnings tryggari eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað er til þess að Ragnar Árnason prófessor áætli að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fái sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Mikil umræðuherferð er nú í gangi, sem ætlað er að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar séu betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Svokölluðum frjálshyggjumönnum, þ.e. andfélagslega sinnuðum mönnum, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að færast útgerðinni til fullrar eignar og umráða, sjálfsagt ókeypis, og allt eftirlit með stofnunum og nytjar verði í höndum eigendanna. Ekki ríkisins. Og að sjálfsögðu vilja útgerðarmenn þiggja þjóðarauðinn til fullrar eignar enda hafa samtök þeirra látið vinna lögfræðiálit um að útgerðin eigi nú þegar veiðiheimildirnar. Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), sem er stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan fulltrúaráðs samtakanna. Þá voru á ráðstefnunni margir útlendingar, sem ætla má að hafi annan skilning en Íslendingar á mikilvægi þjóðarauðlindanna fyrir þjóðina. Þeir hafa líklegast túlkað sjónarmið hins alþjóðlega fjármagns, enda þátttaka þeirra í ráðstefnunni sjálfsagt kostuð af fyrirtækjum sem fulltrúaráðsmennirnir í RSE koma frá. Ekki virðast gagnstæð sjónarmið hafa komið fram á ráðstefnunni enda ólíklegt að forgöngumenn félagsskaparins hafi áhuga á þeim. Niðurstaðan er fyrirfram gefin. Sýnilega á þessi stofnun að setja fræðilegan stimpil á sókn einkafjármagnsins í auðlindir þjóðarinnar og arðsöm fyrirtæki. Að þessu sinni fiskimiðin. Verkefni umræddrar ráðstefnu virðist hafa verið að sýna fram á, með fræðilegri umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Eignarrétturinn er mikilvægur. Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð“ til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Að afsala þjóðinni eignarréttinum á fiskimiðunum til einkaaðila, þótt íslenskir væru, er í raun fjarstæða, sem varla ætti að koma til alvarlegrar umræðu. Slíkur gerningur skaðaði sjálfstæði þjóðarinnar verulega og mætti líkja við landráð. Þjóðin þarf því að vera vel á verði gagnvart öllum hugmyndum og falsfræðum um að afsala frá henni þeim auðlindum sem eru grunnurinn undir þeim lífsgæðum sem hún býr í dag við, hvort sem þær auðlindir eru til sjós eða lands.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar