Styðjum Erlu Ósk til formennsku Jóhann Alfreð Kristinsson og Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. september 2006 06:00 Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag og hefst kosning til formanns klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 19. Tveir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til embættis formanns og að baki hvorum frambjóðanda er 11 manna hópur sem býður sig fram til stjórnarsetu. Fyrirkomulag kosninganna er með þeim hætti að formannskjörið sker einnig úr um hvor hópurinn fer inn í stjórn félagsins. Samhentur hópur frambjóðendaJóhanna Margrét Gísladóttir.Erla Ósk Ásgeirsdóttir leiðir Blátt-framboðið í ár sem formannsefni. Erla hefur meðal annars séð um innra starf Sambands ungra sjálfstæðismanna og var kosningastjóri Heimdallar í borgarstjórnarkosningunum í maí sl. Þar að auki gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ veturinn 2004-5 auk fjölda annarra félagsstarfa. Greinarhöfundar eru meðal þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram með Erlu Ósk. Frambjóðendahópurinn er fjölbreyttur og hafa frambjóðendur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Skýrar málefnaáherslurMálefnaáherslur framboðsins eru skýrar. Við teljum mikilvægt að Heimdallur sé opið félag og leggi sig fram við að fá ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfinu og láta sig þar með varða samfélagsleg málefni og umræðu um þjóðmál. Við viljum að félagið veiti flokksforystunni öflugt aðhald og sé aflvaki nýrra hugmynda í stjórnmálum. Þá teljum við afar mikilvægt að félagið beiti sér á sem flestum sviðum og viljum meðal annars leggja áherslu á umhverfismál, málefni innflytjenda og mannréttindamál svo eitthvað sé nefnt. Málefnaáherslur framboðsins má finna á heimasíðu okkar, www.blatt.is. Vetur tækifæranna framundanMeð því að greiða Erlu Ósk atkvæði sitt í dag kjósa félagsmenn Heimdallar öflugan formann og í leiðinni samhentan og metnaðarfullan hóp ungs fólks til stjórnarsetu í félaginu. Nú er að renna í garð vetur prófkjöra og þingkosninga og framundan er án efa spennandi tími í íslenskum stjórnmálum. En komandi vetur verður ekki síst vetur tækifæranna fyrir ungt fólk til að tala sínu máli og vekja athygli á áherslumálum framtíðarinnar. Heimdallur á að vera öflugur málsvari ungs fólks og láta sig varða málefni þess hóps. Til þess þurfum við trausta forystu og hvetjum við alla félagsmenn í Heimdalli til að nýta kosningarétt sinn í dag.Höfundar bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag og hefst kosning til formanns klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 19. Tveir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til embættis formanns og að baki hvorum frambjóðanda er 11 manna hópur sem býður sig fram til stjórnarsetu. Fyrirkomulag kosninganna er með þeim hætti að formannskjörið sker einnig úr um hvor hópurinn fer inn í stjórn félagsins. Samhentur hópur frambjóðendaJóhanna Margrét Gísladóttir.Erla Ósk Ásgeirsdóttir leiðir Blátt-framboðið í ár sem formannsefni. Erla hefur meðal annars séð um innra starf Sambands ungra sjálfstæðismanna og var kosningastjóri Heimdallar í borgarstjórnarkosningunum í maí sl. Þar að auki gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ veturinn 2004-5 auk fjölda annarra félagsstarfa. Greinarhöfundar eru meðal þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram með Erlu Ósk. Frambjóðendahópurinn er fjölbreyttur og hafa frambjóðendur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Skýrar málefnaáherslurMálefnaáherslur framboðsins eru skýrar. Við teljum mikilvægt að Heimdallur sé opið félag og leggi sig fram við að fá ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfinu og láta sig þar með varða samfélagsleg málefni og umræðu um þjóðmál. Við viljum að félagið veiti flokksforystunni öflugt aðhald og sé aflvaki nýrra hugmynda í stjórnmálum. Þá teljum við afar mikilvægt að félagið beiti sér á sem flestum sviðum og viljum meðal annars leggja áherslu á umhverfismál, málefni innflytjenda og mannréttindamál svo eitthvað sé nefnt. Málefnaáherslur framboðsins má finna á heimasíðu okkar, www.blatt.is. Vetur tækifæranna framundanMeð því að greiða Erlu Ósk atkvæði sitt í dag kjósa félagsmenn Heimdallar öflugan formann og í leiðinni samhentan og metnaðarfullan hóp ungs fólks til stjórnarsetu í félaginu. Nú er að renna í garð vetur prófkjöra og þingkosninga og framundan er án efa spennandi tími í íslenskum stjórnmálum. En komandi vetur verður ekki síst vetur tækifæranna fyrir ungt fólk til að tala sínu máli og vekja athygli á áherslumálum framtíðarinnar. Heimdallur á að vera öflugur málsvari ungs fólks og láta sig varða málefni þess hóps. Til þess þurfum við trausta forystu og hvetjum við alla félagsmenn í Heimdalli til að nýta kosningarétt sinn í dag.Höfundar bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar