Öræfi og sjálflýsandi svín 21. september 2006 07:30 „Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. Helstu rannsóknir hans hafa snúið að verndun villtrar náttúru en hann hefur einnig látið siðferðilegar spurningar á sviði líftækni sig varða. Í gær hélt hann fyrirlestur, ásamt dr. Einari Mäntylä plöntusameindaerfðafræðingi, sem bar yfirskriftina: Má bjóða þér sjálflýsandi svín. „Við fjölluðum um erfðabreytt matvæli. Sú fæða hefur sína kosti og galla. Þeir bjartsýnustu telja að líftækni muni leysa fæðuvanda heimsins. Aftur á móti eru uppi töluverðar efasemdir um þessi mál, til að mynda hvort erfðabreytt matvæli séu jafn holl og önnur og hvaða áhrif ræktun þeirra geti haft á náttúruna. Ég veit að það eru margir möguleikar í þessu en engu að síður vil ég að það sé farið að öllu með gát,“ segir Þorvarður, sem notar einnig tækifærið til að benda á að lítil þekking sé til um þessi mál og því tilvalið fyrir efnilega nemendur að kanna þau, einkum siðferðilegu hliðina. Innlent Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
„Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. Helstu rannsóknir hans hafa snúið að verndun villtrar náttúru en hann hefur einnig látið siðferðilegar spurningar á sviði líftækni sig varða. Í gær hélt hann fyrirlestur, ásamt dr. Einari Mäntylä plöntusameindaerfðafræðingi, sem bar yfirskriftina: Má bjóða þér sjálflýsandi svín. „Við fjölluðum um erfðabreytt matvæli. Sú fæða hefur sína kosti og galla. Þeir bjartsýnustu telja að líftækni muni leysa fæðuvanda heimsins. Aftur á móti eru uppi töluverðar efasemdir um þessi mál, til að mynda hvort erfðabreytt matvæli séu jafn holl og önnur og hvaða áhrif ræktun þeirra geti haft á náttúruna. Ég veit að það eru margir möguleikar í þessu en engu að síður vil ég að það sé farið að öllu með gát,“ segir Þorvarður, sem notar einnig tækifærið til að benda á að lítil þekking sé til um þessi mál og því tilvalið fyrir efnilega nemendur að kanna þau, einkum siðferðilegu hliðina.
Innlent Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira