Hann ætlaði að drepa mig 21. september 2006 07:15 Þorleifur Eggertsson Bjargaði lífi sínu með því að taka til fótanna. MYND/Brink „Hann tók upp hnífinn, ógnaði mér og sagði mér að afhenda sér peningana,“ segir Þorleifur Eggertsson, eigandi Leifasjoppu við Iðufell í Breiðholti, en hann var að störfum í söluturninum þegar ránstilraun var gerð þar á þriðjudagskvöld. „Ég neitaði honum, en þá sagðist hann ætla að stinga mig á hol og stökk yfir búðarborðið. Ég reyndi að hlaupa út um bakdyr en hann náði mér næstum því í dyragættinni. Hann lét peningakassann vera. Hann einbeitti sér alveg að mér. Það er eiginlega skuggalegast í þessu því hann kom til að ná í peningana. En hann var síðan ekkert að pæla í þeim.“ Maðurinn hafði komið inn í söluturninn á tólfta tímanum og beðið eftir því að verða einn með Þorleifi áður en hann lét til skarar skríða. Hann var vopnaður hnífi og huldi andlit sitt með hvítum klút. Á eftirlitsmyndbandi úr söluturninum sést maðurinn stökkva yfir búðarborðið, hlaupa framhjá peningakassanum og veita Þorleifi eftirför með hnífinn á lofti. Í atburðarásinni gerir hann enga tilraun til þess að tæma peningakassann heldur einbeitir sér að því að ná Þorleifi. Þorleifur segir að svo virðist sem maðurinn hafi hætt við þegar þeir voru komnir út. „Þá hljóp hann bara í burtu. En þegar ég var að opna dyrnar var hann alveg í bakinu á mér. Það munaði engu.“ Að sögn Þorleifs voru einungis um 4.500 krónur í kassanum þetta kvöld og því ljóst að maðurinn hefði ekki haft mikið upp úr krafsinu. Hann segir það mikla mildi að hafa sloppið óskaddaður frá þessu en viðurkennir þó að hann hafi ekki sofið mikið um nóttina. Þorleifur segist trúa því að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. „Hann var ekkert að reyna að ná í peningana. Það sést þegar maður skoðar myndbandið.“ Tveir menn og ein kona voru handtekin við Höfðabakka stuttu síðar á stolnum bíl, grunuð um ránstilraunina. Þau eru öll um tvítugt. Bílnum sem þau óku hafði verið stolið á Selfossi fyrr um kvöldið. Einn hinna handteknu er þekktur af lögreglu fyrir ýmis afbrot. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var fólkið í annarlegu ástandi þegar það var handtekið og beið enn yfirheyrslu síðast þegar fréttist. Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
„Hann tók upp hnífinn, ógnaði mér og sagði mér að afhenda sér peningana,“ segir Þorleifur Eggertsson, eigandi Leifasjoppu við Iðufell í Breiðholti, en hann var að störfum í söluturninum þegar ránstilraun var gerð þar á þriðjudagskvöld. „Ég neitaði honum, en þá sagðist hann ætla að stinga mig á hol og stökk yfir búðarborðið. Ég reyndi að hlaupa út um bakdyr en hann náði mér næstum því í dyragættinni. Hann lét peningakassann vera. Hann einbeitti sér alveg að mér. Það er eiginlega skuggalegast í þessu því hann kom til að ná í peningana. En hann var síðan ekkert að pæla í þeim.“ Maðurinn hafði komið inn í söluturninn á tólfta tímanum og beðið eftir því að verða einn með Þorleifi áður en hann lét til skarar skríða. Hann var vopnaður hnífi og huldi andlit sitt með hvítum klút. Á eftirlitsmyndbandi úr söluturninum sést maðurinn stökkva yfir búðarborðið, hlaupa framhjá peningakassanum og veita Þorleifi eftirför með hnífinn á lofti. Í atburðarásinni gerir hann enga tilraun til þess að tæma peningakassann heldur einbeitir sér að því að ná Þorleifi. Þorleifur segir að svo virðist sem maðurinn hafi hætt við þegar þeir voru komnir út. „Þá hljóp hann bara í burtu. En þegar ég var að opna dyrnar var hann alveg í bakinu á mér. Það munaði engu.“ Að sögn Þorleifs voru einungis um 4.500 krónur í kassanum þetta kvöld og því ljóst að maðurinn hefði ekki haft mikið upp úr krafsinu. Hann segir það mikla mildi að hafa sloppið óskaddaður frá þessu en viðurkennir þó að hann hafi ekki sofið mikið um nóttina. Þorleifur segist trúa því að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. „Hann var ekkert að reyna að ná í peningana. Það sést þegar maður skoðar myndbandið.“ Tveir menn og ein kona voru handtekin við Höfðabakka stuttu síðar á stolnum bíl, grunuð um ránstilraunina. Þau eru öll um tvítugt. Bílnum sem þau óku hafði verið stolið á Selfossi fyrr um kvöldið. Einn hinna handteknu er þekktur af lögreglu fyrir ýmis afbrot. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var fólkið í annarlegu ástandi þegar það var handtekið og beið enn yfirheyrslu síðast þegar fréttist.
Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira