Skörp hækkun í FL Group 21. september 2006 09:05 Fjárfestar vænta að Icelandair verði skráð á markað. Hlutabréf í FL Group hafa hækkað yfir fjörutíu prósent á einum mánuði. Mynd/Teitur Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Á sama tíma hafa fáar fréttir borist frá félaginu nema þær er snúa að kaupum tveggja stærstu hluthafanna, Oddaflugs, félags í eigu forstjórans Hannesar Smárasonar, og Baugs Group. Baugur keypti fyrir hálfan milljarð króna en Hannes fyrir 2,7 milljarða króna. Ætla má að óinnleystur hagnaður Oddaflugs af þessum kaupi nemi ekki undir þrjú hundruð milljónum króna. Gengi FL Group er sérlega næmt fyrir verðþróun á markaði og þannig lækkaði það mest allra félaga þegar Úrvalsvísitalan tók dýfu fyrr árinu. ríðarlegur viðsnúningur á innlendum fjármálamarkaði að undanförnu veldur mikilli hækkun á stærstu eignarhlutum FL á innlendum markaði en verðmæti hlutabréfa félagsins í Glitni og Straumi-Burðarási hefur hækkað um tugmilljarða. Gengisþróun síðustu daga bendir líka til þess að fjárfestar búist við skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands innan skamms, eftir vel heppnuð hlutafjárútboð hjá Existu og Marel, en hætt var við skráningu Icelandair á vordögum þegar markaðurinn var að falla. Í bókum FL er eignarhlutur í Icelandair metinn á 8,2 milljarða króna en ekki þykir óvarlegt að meta markaðsvirði félagsins á 25 milljarða króna. „Erlendir fjölmiðlar hafa haft eftir Hannesi að óinnleystur söluhagnaður af sölu Icelandair gæti numið í kringum 18 ma.kr. en í íslenskum fjölmiðlum er haft eftir honum að söluhagnaðurinn sé umtalsvert meiri,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Þá hefur Almar Örn Hilmarsson, forstjóri norrænna lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er annað rekstrarfélag í eigu FL, greint frá því stefnt sé að hagnaði Sterling á árinu eftir mikinn hallarekstur á liðnum árum. Fréttir af kaupum OMX á Kauphöllinni virðast hafa haft jákvæð áhrif á verð í hlutabréfum stærstu félaganna. Talið er víst að stærstu íslensku félögin fái aukna athygli erlendra fjárfesta í kjölfarið. FL Group er varla undantekning í þeim efnum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Á sama tíma hafa fáar fréttir borist frá félaginu nema þær er snúa að kaupum tveggja stærstu hluthafanna, Oddaflugs, félags í eigu forstjórans Hannesar Smárasonar, og Baugs Group. Baugur keypti fyrir hálfan milljarð króna en Hannes fyrir 2,7 milljarða króna. Ætla má að óinnleystur hagnaður Oddaflugs af þessum kaupi nemi ekki undir þrjú hundruð milljónum króna. Gengi FL Group er sérlega næmt fyrir verðþróun á markaði og þannig lækkaði það mest allra félaga þegar Úrvalsvísitalan tók dýfu fyrr árinu. ríðarlegur viðsnúningur á innlendum fjármálamarkaði að undanförnu veldur mikilli hækkun á stærstu eignarhlutum FL á innlendum markaði en verðmæti hlutabréfa félagsins í Glitni og Straumi-Burðarási hefur hækkað um tugmilljarða. Gengisþróun síðustu daga bendir líka til þess að fjárfestar búist við skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands innan skamms, eftir vel heppnuð hlutafjárútboð hjá Existu og Marel, en hætt var við skráningu Icelandair á vordögum þegar markaðurinn var að falla. Í bókum FL er eignarhlutur í Icelandair metinn á 8,2 milljarða króna en ekki þykir óvarlegt að meta markaðsvirði félagsins á 25 milljarða króna. „Erlendir fjölmiðlar hafa haft eftir Hannesi að óinnleystur söluhagnaður af sölu Icelandair gæti numið í kringum 18 ma.kr. en í íslenskum fjölmiðlum er haft eftir honum að söluhagnaðurinn sé umtalsvert meiri,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Þá hefur Almar Örn Hilmarsson, forstjóri norrænna lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er annað rekstrarfélag í eigu FL, greint frá því stefnt sé að hagnaði Sterling á árinu eftir mikinn hallarekstur á liðnum árum. Fréttir af kaupum OMX á Kauphöllinni virðast hafa haft jákvæð áhrif á verð í hlutabréfum stærstu félaganna. Talið er víst að stærstu íslensku félögin fái aukna athygli erlendra fjárfesta í kjölfarið. FL Group er varla undantekning í þeim efnum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira