Merrill Lynch spáir minnkandi álagi 23. september 2006 00:01 Í nýrri skýrslu um íslensku bankana segja sérfræðingar greiningardeildar alþjóðabankans Merrill Lynch að horfur þeirra hafi batnað þótt enn fylgi þeim meiri áhætta en bönkum af sambærilegri stærð í Evrópu. Er því spáð að tryggingarálag á skuldabréf bankanna (CDS) gæti átt eftir að lækka um 5 til 10 punkta til viðbótar, þótt enn sé nokkuð í land að jafnvægi sé þar náð. Skýrsla Merrill Lynch í mars markaði upphaf erfiðrar umræðu um íslenskt bankakerfi og efnahagslíf og hafa bankarnir bent á að nokkurs mislesturs á íslenskum aðstæðum hafi gætt í þeirri umræðu, en sami aðalhöfundur, Richard Thomas, er af öllum skýrslum bankans. Í vor og sumar hafa svo bankarnir og stjórnvöld unnið töluvert í að kynna efnahagsmál hér og aðstæður, meðal annars með riti sem hagfræðingarnir Frederic Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson unnu í sumar. Í júlí birti bankinn svo skýrslu númer tvö, þar sem tekið var til greina að bankarnir græddu jafnvel á verðbólgunni, sem og gengislækkun krónunnar þannig að þróunin í hagkerfinu hér væri þeim um margt hagfelld. Í nýju skýrslunni, sem kemur í kjölfar heimsóknar Thomas og Tolu Alamutu hingað til lands í síðustu viku og kom út á miðvikudag, er mælt með því að fjárfestar taki stöðu með íslensku bönkunum og mælt með kaupum í hluta bréfa þeirra. Er það sagt gert í ljósi þess að stóru bankarnir þrír hafi að mestu lokið við fjármögnun næsta árs. Í skýrslunni er þó eftir sem áður haldið fast við þá skoðun að sérstaða íslensku bankanna og ójafnvægi í hagkerfi íslands kalli á að skuldabréf bankanna beri hærra tryggingarálag en bankar á meginlandi Evrópu. Skýrsluhöfundar funduðu í heimsókn sinni með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja, með Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka og með Fjármálaeftirliti og Seðlabanka. Merrill Lynch fjallar í fyrsta sinn um Straum-Burðarás og telur hann eiga nokkuð í land með að verða fjárfestingarbanki að fullu. Merrill Lynch segir fjóra valkosti líklegasta varðandi bankann, að honum verði skipt upp, að FL Group hverfi úr eigendahópnum, að Landsbankinn/Samson hverfi úr bankanum, eða að bankinn verði sameinaður Landsbankanum. Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í nýrri skýrslu um íslensku bankana segja sérfræðingar greiningardeildar alþjóðabankans Merrill Lynch að horfur þeirra hafi batnað þótt enn fylgi þeim meiri áhætta en bönkum af sambærilegri stærð í Evrópu. Er því spáð að tryggingarálag á skuldabréf bankanna (CDS) gæti átt eftir að lækka um 5 til 10 punkta til viðbótar, þótt enn sé nokkuð í land að jafnvægi sé þar náð. Skýrsla Merrill Lynch í mars markaði upphaf erfiðrar umræðu um íslenskt bankakerfi og efnahagslíf og hafa bankarnir bent á að nokkurs mislesturs á íslenskum aðstæðum hafi gætt í þeirri umræðu, en sami aðalhöfundur, Richard Thomas, er af öllum skýrslum bankans. Í vor og sumar hafa svo bankarnir og stjórnvöld unnið töluvert í að kynna efnahagsmál hér og aðstæður, meðal annars með riti sem hagfræðingarnir Frederic Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson unnu í sumar. Í júlí birti bankinn svo skýrslu númer tvö, þar sem tekið var til greina að bankarnir græddu jafnvel á verðbólgunni, sem og gengislækkun krónunnar þannig að þróunin í hagkerfinu hér væri þeim um margt hagfelld. Í nýju skýrslunni, sem kemur í kjölfar heimsóknar Thomas og Tolu Alamutu hingað til lands í síðustu viku og kom út á miðvikudag, er mælt með því að fjárfestar taki stöðu með íslensku bönkunum og mælt með kaupum í hluta bréfa þeirra. Er það sagt gert í ljósi þess að stóru bankarnir þrír hafi að mestu lokið við fjármögnun næsta árs. Í skýrslunni er þó eftir sem áður haldið fast við þá skoðun að sérstaða íslensku bankanna og ójafnvægi í hagkerfi íslands kalli á að skuldabréf bankanna beri hærra tryggingarálag en bankar á meginlandi Evrópu. Skýrsluhöfundar funduðu í heimsókn sinni með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja, með Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka og með Fjármálaeftirliti og Seðlabanka. Merrill Lynch fjallar í fyrsta sinn um Straum-Burðarás og telur hann eiga nokkuð í land með að verða fjárfestingarbanki að fullu. Merrill Lynch segir fjóra valkosti líklegasta varðandi bankann, að honum verði skipt upp, að FL Group hverfi úr eigendahópnum, að Landsbankinn/Samson hverfi úr bankanum, eða að bankinn verði sameinaður Landsbankanum.
Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira