Skoða breytt landslag 27. september 2006 00:01 Sparisjóðabankinn við Rauðarárstíg Eignarhlutur sparisjóða í Sparisjóðabankanum hækkar í virði við skráningu Existu á markað. Verðmætari hlutur getur leitt til lækkunar eiginfjárhlutfalla sparisjóðanna. Markaðurinn/E.Ól. Eftir skráningu Existu á hlutabréfamarkað blasir nýr heimur við sparisjóðunum 24. Allt stefnir í að methagnaður verði á rekstri þeirra á þessu ári vegna hinnar miklu verðmætaaukningar sem varð við skráninguna. Einkum munu þeir sparisjóðir, sem eiga beint hlutabréf í Existu, sýna mikinn hagnað á þessu ári og gefur það þeim kraft til að styrkja sig frekar. En þetta mun einnig hafa önnur áhrif á efnahag sparisjóðanna, nefnilega eiginfjárhlutföll þeirra. Eignarhlutir banka og sparisjóða í öðrum fjármálafyrirtækjum dragast frá eiginfjárgrunni og þar sem hlutabréf sparisjóða í Existu eru verðmætari verður frádrátturinn við eiginfjárútreikninga meiri. Lægri eiginfjárhlutföll (CAD) geta leitt til þess að slagkraftur til frekari sóknar og þar með útlánageta takmarkast. Einnig er ljóst að þar sem eignarhluturinn ber nú markaðsáhættu verður afkoma Existu-sparisjóðanna mun háðari sveiflum á hlutabréfamarkaði. Frá klassískum bankasjónarmiðum þykir það ekki góð regla að hafa stóran hluta eigin fjár bundinn í einni eign. Exista-sparisjóðirnir sjálfir eru misvel búnir undir þessa verðmætaaukningu, til dæmis er ósennilegt að SPRON hreyfi við hlut sínum en smærri sparisjóðir eru varla í annarri stöðu en að selja þegar nær dregur áramótum, þá í samráði við aðra eigendur Existu. Það eru ekki einungis Exista-sparisjóðir skoða rækilega þessi áhrif. Allir sparisjóðir taka hlutdeild í hagnaði Sparisjóðabankans sem á 4,6 prósenta hlut í Existu en hlutur bankans hefur sennilega aukist um fimm milljarða að virði frá því í lok júní. Eignarhlutur í bankanum verður því enn verðmætari í bókum sparisjóða. Eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nemur sennilega um 80 prósentum af eigin fé bankans um mitt ár þannig að hluturinn gæti reynst farartálmi á boðaðri leið bankans til útrásar og er ekki ósennilegt að bankinn létti á sinni stöðu. Þá geta sparisjóðir styrkt eiginfjárstöðu með útgáfu nýs stofnfjár eða víkjandi lána. En af samtölum við sparisjóðamenn segjast fáir myndu gráta ef óumflýjanlegt reynist að selja hluti í Existu. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Eftir skráningu Existu á hlutabréfamarkað blasir nýr heimur við sparisjóðunum 24. Allt stefnir í að methagnaður verði á rekstri þeirra á þessu ári vegna hinnar miklu verðmætaaukningar sem varð við skráninguna. Einkum munu þeir sparisjóðir, sem eiga beint hlutabréf í Existu, sýna mikinn hagnað á þessu ári og gefur það þeim kraft til að styrkja sig frekar. En þetta mun einnig hafa önnur áhrif á efnahag sparisjóðanna, nefnilega eiginfjárhlutföll þeirra. Eignarhlutir banka og sparisjóða í öðrum fjármálafyrirtækjum dragast frá eiginfjárgrunni og þar sem hlutabréf sparisjóða í Existu eru verðmætari verður frádrátturinn við eiginfjárútreikninga meiri. Lægri eiginfjárhlutföll (CAD) geta leitt til þess að slagkraftur til frekari sóknar og þar með útlánageta takmarkast. Einnig er ljóst að þar sem eignarhluturinn ber nú markaðsáhættu verður afkoma Existu-sparisjóðanna mun háðari sveiflum á hlutabréfamarkaði. Frá klassískum bankasjónarmiðum þykir það ekki góð regla að hafa stóran hluta eigin fjár bundinn í einni eign. Exista-sparisjóðirnir sjálfir eru misvel búnir undir þessa verðmætaaukningu, til dæmis er ósennilegt að SPRON hreyfi við hlut sínum en smærri sparisjóðir eru varla í annarri stöðu en að selja þegar nær dregur áramótum, þá í samráði við aðra eigendur Existu. Það eru ekki einungis Exista-sparisjóðir skoða rækilega þessi áhrif. Allir sparisjóðir taka hlutdeild í hagnaði Sparisjóðabankans sem á 4,6 prósenta hlut í Existu en hlutur bankans hefur sennilega aukist um fimm milljarða að virði frá því í lok júní. Eignarhlutur í bankanum verður því enn verðmætari í bókum sparisjóða. Eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nemur sennilega um 80 prósentum af eigin fé bankans um mitt ár þannig að hluturinn gæti reynst farartálmi á boðaðri leið bankans til útrásar og er ekki ósennilegt að bankinn létti á sinni stöðu. Þá geta sparisjóðir styrkt eiginfjárstöðu með útgáfu nýs stofnfjár eða víkjandi lána. En af samtölum við sparisjóðamenn segjast fáir myndu gráta ef óumflýjanlegt reynist að selja hluti í Existu.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira