Ákall til verndar Jökulsánum 5. október 2006 05:00 Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillögunni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes. Þessi samþykkt hefur mikla þýðingu sökum þess að hún er það eina sem stendur í vegi fyrir virkjun Jökulsánna í Skagafirði. En virkjun þeirra er líklega ein forsenda þess að hægt verði að reisa álver á Húsavík. Þessi samþykkt er vitaskuld eftir yfirlýstum markmiðum Framsóknarflokksins um eflingu stóriðju hérlendis en gengur þvert gegn nýjustu markmiðum Samfylkingar um Fagra Ísland. Allt bendir til að Jökulsárnar í Skagafirði geti orðið næstu fórnarlömb virkjana- og stóriðjugræðginnar. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hefur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökulsánum. Vinstri grænir vilja friða Jökulsárnar gegn virkjunum. Eignarhaldsfélagið Héraðsvötn hefur þegar tryggt sér virkjunarrétt við Villinganes en félagið er að meirihluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og RARIK hf. Þessi virkjun hefur þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið tilskilin leyfi frá umhverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Umræðu og frekari aðkomu almennings að þeirri framkvæmd er lagalega lokið. Aðeins hefur strandað á að sveitarstjórnir Skagafjarðar gæfu grænt ljós á framkvæmdina. Með því að setja virkjunina inn á aðalskipulag er þeirri hindrun rutt úr vegi. Fari Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag verður virkjanaleyfið sjálft dýrmæt söluvara, að virði hundraða milljóna ef ekki milljarða króna. Þetta vita forystumenn KS og RARIK og hugsa sér gott til glóðarinnar. Sömu aðilar ásamt Landsvirkjun hafa einnig sótt um rannsóknaleyfi til virkjana við Skatastaði, ofar í vatnasviði Jökulsánna. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokkinn hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og sýnt stefnufestu og eindregna afstöðu til eflingar stóriðju hérlendis með tilheyrandi fórnum á náttúru og samfélagi. Mín einlæga von er sú að þau öfl í Samfylkingunni verði ofan á sem gera nú tilraun til að breyta stefnu flokksins í virkjana og stóriðjumálum. En það eru verkin sem tala. Eitt fyrsta skrefið í þeim efnum væri að Samfylkingin standi með Vinstri grænum og öðru baráttufólki fyrir friðun Jökulsánna í Skagafirði. Aðalskipulag sveitarfélags er stefnuyfirlýsing um ráðstöfun lands og náttúruauðlinda. Framkvæmdir við Villinganesvirkjun bíða þess eins að komast á skipulag. Unnendur Jökulsánna í Skagafirði kalla á samstöðu til verndar Jökulsánum. Við hvetjum til baráttu gegn öllum tilraunum til að setja umræddar virkjanir inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillögunni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes. Þessi samþykkt hefur mikla þýðingu sökum þess að hún er það eina sem stendur í vegi fyrir virkjun Jökulsánna í Skagafirði. En virkjun þeirra er líklega ein forsenda þess að hægt verði að reisa álver á Húsavík. Þessi samþykkt er vitaskuld eftir yfirlýstum markmiðum Framsóknarflokksins um eflingu stóriðju hérlendis en gengur þvert gegn nýjustu markmiðum Samfylkingar um Fagra Ísland. Allt bendir til að Jökulsárnar í Skagafirði geti orðið næstu fórnarlömb virkjana- og stóriðjugræðginnar. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hefur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökulsánum. Vinstri grænir vilja friða Jökulsárnar gegn virkjunum. Eignarhaldsfélagið Héraðsvötn hefur þegar tryggt sér virkjunarrétt við Villinganes en félagið er að meirihluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og RARIK hf. Þessi virkjun hefur þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið tilskilin leyfi frá umhverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Umræðu og frekari aðkomu almennings að þeirri framkvæmd er lagalega lokið. Aðeins hefur strandað á að sveitarstjórnir Skagafjarðar gæfu grænt ljós á framkvæmdina. Með því að setja virkjunina inn á aðalskipulag er þeirri hindrun rutt úr vegi. Fari Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag verður virkjanaleyfið sjálft dýrmæt söluvara, að virði hundraða milljóna ef ekki milljarða króna. Þetta vita forystumenn KS og RARIK og hugsa sér gott til glóðarinnar. Sömu aðilar ásamt Landsvirkjun hafa einnig sótt um rannsóknaleyfi til virkjana við Skatastaði, ofar í vatnasviði Jökulsánna. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokkinn hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og sýnt stefnufestu og eindregna afstöðu til eflingar stóriðju hérlendis með tilheyrandi fórnum á náttúru og samfélagi. Mín einlæga von er sú að þau öfl í Samfylkingunni verði ofan á sem gera nú tilraun til að breyta stefnu flokksins í virkjana og stóriðjumálum. En það eru verkin sem tala. Eitt fyrsta skrefið í þeim efnum væri að Samfylkingin standi með Vinstri grænum og öðru baráttufólki fyrir friðun Jökulsánna í Skagafirði. Aðalskipulag sveitarfélags er stefnuyfirlýsing um ráðstöfun lands og náttúruauðlinda. Framkvæmdir við Villinganesvirkjun bíða þess eins að komast á skipulag. Unnendur Jökulsánna í Skagafirði kalla á samstöðu til verndar Jökulsánum. Við hvetjum til baráttu gegn öllum tilraunum til að setja umræddar virkjanir inn á aðalskipulag sveitarfélagsins.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar