FL Group eykur stuðning sinn við íslenskt tónlistarlíf 10. október 2006 09:15 Við kynninguna á Tónvís Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Tónvíss, tónlistarmennirnir Garðar Þór Cortes og Barði Jóhannsson og Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Fréttablaðið/Heiða Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta góðs af nýjum fjárfestingasjóði sem FL Group hefur stofnað. Sjóðurinn hefur hlotið nafnið Tónvís og er honum ætlað að vinna með íslenskum tónlistarmönnum í útlöndum og fjárfesta í mögulegri velgengni þeirra þar. Stuðningur Tónvíss við verkefni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal annars felast í útgáfu- og kynningarstarfsemi. Garðar, sem gaf út plötu hér heima síðasta vetur undir stjórn Einars Bárðarsonar, mun njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu misserum. Barði vinnur hins vegar að útgáfu Bang Gang í Bandaríkjunum, ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólíkur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhættuna með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með framgangi mála. Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að markmiði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum einbeitt okkur sérstaklega að tónlistinni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolunum og nú erum við að stofna þennan sjóð. Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tónvís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambærileg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátttakendur en það verður gert á næstu vikum og mánuðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta góðs af nýjum fjárfestingasjóði sem FL Group hefur stofnað. Sjóðurinn hefur hlotið nafnið Tónvís og er honum ætlað að vinna með íslenskum tónlistarmönnum í útlöndum og fjárfesta í mögulegri velgengni þeirra þar. Stuðningur Tónvíss við verkefni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal annars felast í útgáfu- og kynningarstarfsemi. Garðar, sem gaf út plötu hér heima síðasta vetur undir stjórn Einars Bárðarsonar, mun njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu misserum. Barði vinnur hins vegar að útgáfu Bang Gang í Bandaríkjunum, ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólíkur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhættuna með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með framgangi mála. Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að markmiði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum einbeitt okkur sérstaklega að tónlistinni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolunum og nú erum við að stofna þennan sjóð. Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tónvís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambærileg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátttakendur en það verður gert á næstu vikum og mánuðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira