Erlent

Rændi banka og bað um fangelsi

Maður á sextugsaldri í Ohio-ríki greip til nýstárlegs ráðs til að komast af þar til hann getur innheimt eftirlaun sín eftir nokkur ár. Hann gerði sér lítið fyrir og rændi banka. Hann rétti síðan öryggisverði í bankanum ránsfenginn og saman biðu þeir eftir lögreglunni.

Fyrir rétti bað hann dómarann um þriggja ára fangelsisvist, sem dómarinn samþykkti. Fréttastofan CNN greindi frá þessu.

Fólk á mínum aldri þarf að lifa á lágmarkslaunum, sagði maðurinn við dómarann. Það ríkir aldursmismunun í þessu landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×