Sannleikur í stað uppspuna Björn Bjarnason skrifar 18. október 2006 05:00 Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Skoðanir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun