Erlent

Frumefni 118 birtist andartak

Vísindamönnum frá Kaliforníu og Rússlandi tókst að búa til nýtt frumefni sem fær þá sinn stað í lotukerfinu sem frumefni númer 118. Þetta er þyngsta frumefnið sem til er, en það er afar óstöðugt og frumeindirnar þrjár, sem vísindamönnunum tókst að kalla fram í tilraunastofum sínum, voru aðeins til í eitt augnablik og varla það – eða nánar tiltekið í níu tíuþúsundustu hluta úr sekúndu.

Niðurstöður vísindamannanna þarf þó að staðfesta betur áður en fullvissa fæst um tilvist þessa frumefnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×