Velta Eimskips meira en tvöfaldast 18. október 2006 06:30 Forsvarsmenn Eimskips Baldur Guðnason forstjóri og Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskips. MYND/GVA Reiknað er með að velta Eimskips ríflega tvöfaldist og verði 110 milljarðar króna á næsta ári eftir kaup á kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage. Kaupin koma í kjölfar annarra nýlegra kaupa félagsins. Félagið rekur um 150 skip og um þúsund kæligeymslur Þetta setur Eimskip í forystuhlutverk í þessum iðnaði á heimsvísu, segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og bætir við að félagið sé með kaupunum orðið stærsti einstaki rekandi frysti- og kæligeymsla á heimsvísu. Þetta breytir mjög mikið og eykur mjög mikið arðsemismöguleika félagsins í fjölþættri flutningastarfsemi. Þetta verður til þess að við getum boðið upp á heimskeðju sem nær allt frá Asíu til Evrópu og Ameríku og eykur mjög okkar möguleika á að þjónusta betur viðskiptavini okkar. Í erlendum miðlum hefur þetta verið kallað seamless operation eða hnökralaus þjónusta, segir hann og hlær. Kaupin hafa vakið mikla athygli í Kanada og fjallað um þau í fréttum allt þar til Avion setti í gang yfirtökuferlið í ágúst. Þegar svona yfirtaka fer í gang er tefld ákveðin refskák, sem endaði með því að við náðum okkar markmiði, að kaupa þetta félag á ágætu verði, segir Magnús og bætir við að nýjum eigendum hafi verið tekið mjög vel í Kanada og aðkomu þeirra fagnað. Samkomulagið um yfirtökutilboðið náðist í byrjun vikunnar, en Avion Group hækkaði fyrra tilboð sitt í Atlas Cold Storage úr sjö kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Stjórn Atlas Cold Storage mælir einróma með því að hluthafar taki tilboðinu. Viðskipti Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Sjá meira
Reiknað er með að velta Eimskips ríflega tvöfaldist og verði 110 milljarðar króna á næsta ári eftir kaup á kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage. Kaupin koma í kjölfar annarra nýlegra kaupa félagsins. Félagið rekur um 150 skip og um þúsund kæligeymslur Þetta setur Eimskip í forystuhlutverk í þessum iðnaði á heimsvísu, segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og bætir við að félagið sé með kaupunum orðið stærsti einstaki rekandi frysti- og kæligeymsla á heimsvísu. Þetta breytir mjög mikið og eykur mjög mikið arðsemismöguleika félagsins í fjölþættri flutningastarfsemi. Þetta verður til þess að við getum boðið upp á heimskeðju sem nær allt frá Asíu til Evrópu og Ameríku og eykur mjög okkar möguleika á að þjónusta betur viðskiptavini okkar. Í erlendum miðlum hefur þetta verið kallað seamless operation eða hnökralaus þjónusta, segir hann og hlær. Kaupin hafa vakið mikla athygli í Kanada og fjallað um þau í fréttum allt þar til Avion setti í gang yfirtökuferlið í ágúst. Þegar svona yfirtaka fer í gang er tefld ákveðin refskák, sem endaði með því að við náðum okkar markmiði, að kaupa þetta félag á ágætu verði, segir Magnús og bætir við að nýjum eigendum hafi verið tekið mjög vel í Kanada og aðkomu þeirra fagnað. Samkomulagið um yfirtökutilboðið náðist í byrjun vikunnar, en Avion Group hækkaði fyrra tilboð sitt í Atlas Cold Storage úr sjö kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Stjórn Atlas Cold Storage mælir einróma með því að hluthafar taki tilboðinu.
Viðskipti Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Sjá meira