Hvar er tengingin? Helga Vala Helgadóttir skrifar 19. október 2006 05:00 Kæri Sturla. Nú þegar árið 2006 er senn á enda er ekki úr vegi að spyrja þig, ráðherra fjarskipta á Íslandi hvernig hátti með fjarskiptaþjónustu við landsmenn alla. Þú seldir fyrirtækið okkar, Símann, ekki alls fyrir löngu án þess að hafa komið því í kring að grunnþjónusta yrði tryggð um allt land. Það er nú svo kæri Sturla að landsmenn allir greiða sinn hlut í samfélagssjóðinn og ættu því að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþjónustu eins og háhraðatengingu og farsímasambandi, en svo er alls ekki. Nemendur grunnskóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, mega horfa út um gluggann í skólanum sínum, á ljósleiðarann sem liggur utan við girðinguna á skólalóðinni án þess að njóta þeirra gæða sem línan veitir. Þessir fimmtíu nemendur eiga, líkt og aðrir nemendur landsins, að afla sér heimilda fyrir verkefnin sín, kennararnir eiga að vera vel uppfærðir í nýjustu útgáfum námsefnis, auk þess að vera vel að sér í hinum ýmsu málum er snerta samfélög nær og fjær. En því miður þá fá þau ekki tenginguna inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af síður inn á heimili sín í sveitinni. Það þykir nefnilega ekki hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem keyptu Símann sjá sér enga hagsmuni í því að leysa vanda þessara örfáu einstaklinga, og ekki sást þú þér hag í því að leysa hann áður en þú seldir þessa mjólkurkú okkar. Beðið er eftir Fjarskiptasjóðnum sem á að leysa þessi verkefni, en hvenær kæri Sturla? Hvenær heldur þú að landsmenn allir fái að taka þátt í nútímasamfélaginu líkt og þú sjálfur í höfuðborginni okkar. Ísland er ríkt land og hefur alla burði til að vera í fremstu röð er varðar menntun. OECD, efnahags- og framfarastofnunin, segir að við mat á samkeppnisstöðu þjóða sé megináherslan lögð á menntun og árangur á sviði rannsókna og nýsköpunar. Við stærum okkur af því á góðum stundum hversu góð samkeppnisstaða okkar sé en það er eins og það hafi gleymst í tíð núverandi ríkisstjórnar að það dugir ekki einungis að mennta þá sem búa á suðvesturhorninu og útvöldum þéttbýlisstöðum. Komið hefur á daginn að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur bilið milli íbúa höfuðborgar og landsbyggðar aukist. Mikill munur virðist vera á lengd menntunar hjá þessum hópum. Rúm 40% íbúa landsbyggðarinnar eru einungis með grunnskólapróf á meðan þessi hópur er rétt um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með samstilltu átaki. Þetta verður því miður ekki gert nema með því að koma á háhraðatengingu um allt land og það án tafar. Ef ekki verður brugðist við þessu fljótt má vænta þess að innan fárra ára verði hér stéttskipt þjóð, annars vegar menntafólkið á mölinni og hins vegar hið minna menntaða sem dreifist á smærri staði út um land, án grunnþjónustu, án tengsla við umheiminn. Þetta er á þína ábyrgð herra samgönguráðherra og hefur verið lengi. Nú er lag, ríkissjóður gildur sem aldrei fyrr að sögn forsætisráðherra og skattgreiðendur á landsbyggðinni orðnir þreyttir á annars flokks þjónustu frá ykkur við Austurvöll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Sturla. Nú þegar árið 2006 er senn á enda er ekki úr vegi að spyrja þig, ráðherra fjarskipta á Íslandi hvernig hátti með fjarskiptaþjónustu við landsmenn alla. Þú seldir fyrirtækið okkar, Símann, ekki alls fyrir löngu án þess að hafa komið því í kring að grunnþjónusta yrði tryggð um allt land. Það er nú svo kæri Sturla að landsmenn allir greiða sinn hlut í samfélagssjóðinn og ættu því að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþjónustu eins og háhraðatengingu og farsímasambandi, en svo er alls ekki. Nemendur grunnskóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, mega horfa út um gluggann í skólanum sínum, á ljósleiðarann sem liggur utan við girðinguna á skólalóðinni án þess að njóta þeirra gæða sem línan veitir. Þessir fimmtíu nemendur eiga, líkt og aðrir nemendur landsins, að afla sér heimilda fyrir verkefnin sín, kennararnir eiga að vera vel uppfærðir í nýjustu útgáfum námsefnis, auk þess að vera vel að sér í hinum ýmsu málum er snerta samfélög nær og fjær. En því miður þá fá þau ekki tenginguna inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af síður inn á heimili sín í sveitinni. Það þykir nefnilega ekki hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem keyptu Símann sjá sér enga hagsmuni í því að leysa vanda þessara örfáu einstaklinga, og ekki sást þú þér hag í því að leysa hann áður en þú seldir þessa mjólkurkú okkar. Beðið er eftir Fjarskiptasjóðnum sem á að leysa þessi verkefni, en hvenær kæri Sturla? Hvenær heldur þú að landsmenn allir fái að taka þátt í nútímasamfélaginu líkt og þú sjálfur í höfuðborginni okkar. Ísland er ríkt land og hefur alla burði til að vera í fremstu röð er varðar menntun. OECD, efnahags- og framfarastofnunin, segir að við mat á samkeppnisstöðu þjóða sé megináherslan lögð á menntun og árangur á sviði rannsókna og nýsköpunar. Við stærum okkur af því á góðum stundum hversu góð samkeppnisstaða okkar sé en það er eins og það hafi gleymst í tíð núverandi ríkisstjórnar að það dugir ekki einungis að mennta þá sem búa á suðvesturhorninu og útvöldum þéttbýlisstöðum. Komið hefur á daginn að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur bilið milli íbúa höfuðborgar og landsbyggðar aukist. Mikill munur virðist vera á lengd menntunar hjá þessum hópum. Rúm 40% íbúa landsbyggðarinnar eru einungis með grunnskólapróf á meðan þessi hópur er rétt um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með samstilltu átaki. Þetta verður því miður ekki gert nema með því að koma á háhraðatengingu um allt land og það án tafar. Ef ekki verður brugðist við þessu fljótt má vænta þess að innan fárra ára verði hér stéttskipt þjóð, annars vegar menntafólkið á mölinni og hins vegar hið minna menntaða sem dreifist á smærri staði út um land, án grunnþjónustu, án tengsla við umheiminn. Þetta er á þína ábyrgð herra samgönguráðherra og hefur verið lengi. Nú er lag, ríkissjóður gildur sem aldrei fyrr að sögn forsætisráðherra og skattgreiðendur á landsbyggðinni orðnir þreyttir á annars flokks þjónustu frá ykkur við Austurvöll.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun