Breskar löggur vilja ekki vopn 19. október 2006 06:00 Sænska lögreglan Íslenskir og norskir lögreglumenn treysta meira á notkun piparúða en aðrir starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum. Danska lögreglan er nú með úðann til reynslu. MYND/Nordicphotos/Gettyimages Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks. Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Sjá meira
Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks.
Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Sjá meira