Maðurinn er gestur 22. október 2006 13:00 Michael Ondaatje skáld og rithöfundur Er gestur á kanadísku menningarhátíðinni. Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Ondaatje er mikilsvirtur höfundur meðal enskumælandi þjóða hann er fæddur árið 1943 á Ceylon, eins og Srí Lanka nefndist þá, alinn upp í London og hefur lengi búið í Kanada og telur sig Kanadamann. Í honum speglast brot heimsveldis Breta. Hann er fjölþreifinn á form frásagnar, reikar milli sögu og ljóðs, fer víða í leit að frásagnarefnum: The English Patient varð til úr munnmælum af fallinni vin í eyðimörk Sahara og tilraunum Evrópumanna til að hafa þar aðsetur, slitrum af sögum frá stríðsárunum á Ítalíu og Kaíró sem hann steypir saman í eina heillandi órofa heild. Oft er deilt um hvort textar Ondaatje séu ljóð eða saga: The Collected Works of Billy the Kid frá 1970 vegur salt: dagbókarbrot, viðtalsbútar, ljóðrænar myndir, flugrit öllu er saman hrært: var það tilraun með skáldsöguna eða ljóðið. Hann hefur skrifað tvær hefðbundnar ljóðabækur, minningabók frá Ceylon, Running in the family og svo skáldsögur: Anil"s Ghost (2001), Coming through slaughter (1976) og In the Skin of the Lion ( 1987). Ondaatje vinnur skipulega með þá hugmynd að maðurinn er aðeins gestur og flestir staðir honum í raun ókunnugir. Hann segir sögur sínar enda á opnun sagan haldi áfram í ímyndun lesanda. The English Patient færði Ondaatje alþjóðafrægð. Sjálfur hefur hann sagt að ekki hefði hann viljað lenda í því fyrr. Síðasta bók hans, Samtöl við Walter Murch, er sprottin úr umhverfi kvikmyndarinnar: munnlegar frásagnar, spjall um sögur og söguhætti. Líkt og mun gerast í dag milli höfundar og aðjúnkts í Salnum. Spjallið hefst kl. 13. Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Ondaatje er mikilsvirtur höfundur meðal enskumælandi þjóða hann er fæddur árið 1943 á Ceylon, eins og Srí Lanka nefndist þá, alinn upp í London og hefur lengi búið í Kanada og telur sig Kanadamann. Í honum speglast brot heimsveldis Breta. Hann er fjölþreifinn á form frásagnar, reikar milli sögu og ljóðs, fer víða í leit að frásagnarefnum: The English Patient varð til úr munnmælum af fallinni vin í eyðimörk Sahara og tilraunum Evrópumanna til að hafa þar aðsetur, slitrum af sögum frá stríðsárunum á Ítalíu og Kaíró sem hann steypir saman í eina heillandi órofa heild. Oft er deilt um hvort textar Ondaatje séu ljóð eða saga: The Collected Works of Billy the Kid frá 1970 vegur salt: dagbókarbrot, viðtalsbútar, ljóðrænar myndir, flugrit öllu er saman hrært: var það tilraun með skáldsöguna eða ljóðið. Hann hefur skrifað tvær hefðbundnar ljóðabækur, minningabók frá Ceylon, Running in the family og svo skáldsögur: Anil"s Ghost (2001), Coming through slaughter (1976) og In the Skin of the Lion ( 1987). Ondaatje vinnur skipulega með þá hugmynd að maðurinn er aðeins gestur og flestir staðir honum í raun ókunnugir. Hann segir sögur sínar enda á opnun sagan haldi áfram í ímyndun lesanda. The English Patient færði Ondaatje alþjóðafrægð. Sjálfur hefur hann sagt að ekki hefði hann viljað lenda í því fyrr. Síðasta bók hans, Samtöl við Walter Murch, er sprottin úr umhverfi kvikmyndarinnar: munnlegar frásagnar, spjall um sögur og söguhætti. Líkt og mun gerast í dag milli höfundar og aðjúnkts í Salnum. Spjallið hefst kl. 13.
Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira