Maðurinn er gestur 22. október 2006 13:00 Michael Ondaatje skáld og rithöfundur Er gestur á kanadísku menningarhátíðinni. Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Ondaatje er mikilsvirtur höfundur meðal enskumælandi þjóða hann er fæddur árið 1943 á Ceylon, eins og Srí Lanka nefndist þá, alinn upp í London og hefur lengi búið í Kanada og telur sig Kanadamann. Í honum speglast brot heimsveldis Breta. Hann er fjölþreifinn á form frásagnar, reikar milli sögu og ljóðs, fer víða í leit að frásagnarefnum: The English Patient varð til úr munnmælum af fallinni vin í eyðimörk Sahara og tilraunum Evrópumanna til að hafa þar aðsetur, slitrum af sögum frá stríðsárunum á Ítalíu og Kaíró sem hann steypir saman í eina heillandi órofa heild. Oft er deilt um hvort textar Ondaatje séu ljóð eða saga: The Collected Works of Billy the Kid frá 1970 vegur salt: dagbókarbrot, viðtalsbútar, ljóðrænar myndir, flugrit öllu er saman hrært: var það tilraun með skáldsöguna eða ljóðið. Hann hefur skrifað tvær hefðbundnar ljóðabækur, minningabók frá Ceylon, Running in the family og svo skáldsögur: Anil"s Ghost (2001), Coming through slaughter (1976) og In the Skin of the Lion ( 1987). Ondaatje vinnur skipulega með þá hugmynd að maðurinn er aðeins gestur og flestir staðir honum í raun ókunnugir. Hann segir sögur sínar enda á opnun sagan haldi áfram í ímyndun lesanda. The English Patient færði Ondaatje alþjóðafrægð. Sjálfur hefur hann sagt að ekki hefði hann viljað lenda í því fyrr. Síðasta bók hans, Samtöl við Walter Murch, er sprottin úr umhverfi kvikmyndarinnar: munnlegar frásagnar, spjall um sögur og söguhætti. Líkt og mun gerast í dag milli höfundar og aðjúnkts í Salnum. Spjallið hefst kl. 13. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Ondaatje er mikilsvirtur höfundur meðal enskumælandi þjóða hann er fæddur árið 1943 á Ceylon, eins og Srí Lanka nefndist þá, alinn upp í London og hefur lengi búið í Kanada og telur sig Kanadamann. Í honum speglast brot heimsveldis Breta. Hann er fjölþreifinn á form frásagnar, reikar milli sögu og ljóðs, fer víða í leit að frásagnarefnum: The English Patient varð til úr munnmælum af fallinni vin í eyðimörk Sahara og tilraunum Evrópumanna til að hafa þar aðsetur, slitrum af sögum frá stríðsárunum á Ítalíu og Kaíró sem hann steypir saman í eina heillandi órofa heild. Oft er deilt um hvort textar Ondaatje séu ljóð eða saga: The Collected Works of Billy the Kid frá 1970 vegur salt: dagbókarbrot, viðtalsbútar, ljóðrænar myndir, flugrit öllu er saman hrært: var það tilraun með skáldsöguna eða ljóðið. Hann hefur skrifað tvær hefðbundnar ljóðabækur, minningabók frá Ceylon, Running in the family og svo skáldsögur: Anil"s Ghost (2001), Coming through slaughter (1976) og In the Skin of the Lion ( 1987). Ondaatje vinnur skipulega með þá hugmynd að maðurinn er aðeins gestur og flestir staðir honum í raun ókunnugir. Hann segir sögur sínar enda á opnun sagan haldi áfram í ímyndun lesanda. The English Patient færði Ondaatje alþjóðafrægð. Sjálfur hefur hann sagt að ekki hefði hann viljað lenda í því fyrr. Síðasta bók hans, Samtöl við Walter Murch, er sprottin úr umhverfi kvikmyndarinnar: munnlegar frásagnar, spjall um sögur og söguhætti. Líkt og mun gerast í dag milli höfundar og aðjúnkts í Salnum. Spjallið hefst kl. 13.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið