Roland gerði gæfumuninn 23. október 2006 13:30 „Munurinn lá bara í Roland Eradze,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR-inga, eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í gær. Roland Valur varði alls 29 skot fyrir Stjörnuna í leiknum og lagði það grunninn að 30-25 sigri Stjörnunnar á heimavelli sínum. Þetta eru fyrstu stig Stjörnunnar í deildinni en eftir að hafa leikið fjóra leiki er liðið með tvö stig á botni deildarinnar líkt og ÍR. Það var hart barist í Ásgarði í gær enda leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Þegar staðan var jöfn 5-5 datt leikur ÍR-inga niður á talsvert löngum kafla og næstu sjö mörk komu frá heimamönnum. Í hálfleik var Stjarnan með fimm marka forskot 13-8 en í þeim síðari náðu ÍR-ingar að koma sér aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Á lokakaflanum var það síðan Roland sem gerði gæfumuninn og varði hvað eftir annað úr góðum færum ÍR-inga, þar af fjórum sinnum á vítalínunni. „Það er alveg ljóst að við þurfum að fara að gera eitthvað í okkar málum ef ekki á illa að fara. Við verðum að byrja leikina af krafti og vera á tánum allan leiktímann,“ sagði Björgvin en hann er aðeins nítján ára og var markahæstur í liði ÍR með níu mörk. Eins og áður í vetur voru hann og jafnaldri hans Davíð Georgsson í lykilhlutverki í sóknarleik ÍR en Davíð skoraði sex mörk í gær. Stjarnan sýndi að liðið er með góða breidd en Patrekur Jóhannesson var ekki með í gær vegna veikinda og þá var David Kekelia einnig fjarri góðu gamni. Sigur liðsins á HK í bikarnum hafði greinilega mikið að segja og leyndi sér ekki að leikmenn þess öðluðust sjálfstraust með því að ná sigri í Digranesinu. „Roland átti góðan leik en ég vil meina að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar. Vörnin náði sér vel á strik og þá fylgir markvarslan með,“ sagði Konráð Olavsson sem stýrði Stjörnunni í gær. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
„Munurinn lá bara í Roland Eradze,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR-inga, eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í gær. Roland Valur varði alls 29 skot fyrir Stjörnuna í leiknum og lagði það grunninn að 30-25 sigri Stjörnunnar á heimavelli sínum. Þetta eru fyrstu stig Stjörnunnar í deildinni en eftir að hafa leikið fjóra leiki er liðið með tvö stig á botni deildarinnar líkt og ÍR. Það var hart barist í Ásgarði í gær enda leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Þegar staðan var jöfn 5-5 datt leikur ÍR-inga niður á talsvert löngum kafla og næstu sjö mörk komu frá heimamönnum. Í hálfleik var Stjarnan með fimm marka forskot 13-8 en í þeim síðari náðu ÍR-ingar að koma sér aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Á lokakaflanum var það síðan Roland sem gerði gæfumuninn og varði hvað eftir annað úr góðum færum ÍR-inga, þar af fjórum sinnum á vítalínunni. „Það er alveg ljóst að við þurfum að fara að gera eitthvað í okkar málum ef ekki á illa að fara. Við verðum að byrja leikina af krafti og vera á tánum allan leiktímann,“ sagði Björgvin en hann er aðeins nítján ára og var markahæstur í liði ÍR með níu mörk. Eins og áður í vetur voru hann og jafnaldri hans Davíð Georgsson í lykilhlutverki í sóknarleik ÍR en Davíð skoraði sex mörk í gær. Stjarnan sýndi að liðið er með góða breidd en Patrekur Jóhannesson var ekki með í gær vegna veikinda og þá var David Kekelia einnig fjarri góðu gamni. Sigur liðsins á HK í bikarnum hafði greinilega mikið að segja og leyndi sér ekki að leikmenn þess öðluðust sjálfstraust með því að ná sigri í Digranesinu. „Roland átti góðan leik en ég vil meina að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar. Vörnin náði sér vel á strik og þá fylgir markvarslan með,“ sagði Konráð Olavsson sem stýrði Stjörnunni í gær.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira