Ómarktækur umhverfisráðherra 23. október 2006 06:00 Yfirlýsingar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í fjölmiðlum, vegna þess að Íslendingar hefja nú atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eru fádæma klaufalegar og lýsa botnlausri hræsni. Það er fyrir neðan allar hellur að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli láta svona lagað frá sér fara rétt eftir að heimsbyggðinni hefur verið tilkynnt að einhugur ríki í sömu ríkisstjórn um að hefja atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eftir um tuttugu ára hlé. Ráðherrann kemur hér í bakið á ríkisstjórninni og öllum þeim sem vilja hefja hvalveiðar á nýjan leik. Þannig opnar hún óþarfa tækifæri fyrir andstæðinga hvalveiða og grefur undan þjóðarhagsmunum og góðum málstað Íslands út á við. Ráðherrann virðist ekki hafa þorað að skýra frá efasemdum sínum við ríkisstjórnina þegar málið var rætt þar og ákvörðun tekin. Ráðherrann lét sig svo vanta á Alþingi þegar umræður um ummæli hennar fóru fram í upphafi þingfundar í liðinni viku, þrátt fyrir að hafa verið látin vita af því hvað til stæði með góðum fyrirvara. Hér fer ráðherra sem þykist vilja tala um ímynd Íslands í umhverfismálum, en gerir það helst ekki nema á eintali við fréttamenn. Þessi sami ráðherra greiddi virkjanaframkvæmdum á Austurlandi atkvæði sitt þegjandi og möglunarlaust þann 8. apríl árið 2002, og hefur aldrei síðan að ég best veit gagnrýnt þær framkvæmdir. Þarna var farið út í mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar. Óafturkræfar framkvæmdir sem vakið hafa heimsathygli og sætt mikilli gagnrýni og deilum sem klofið hafa þjóðina. Nú kýs þessi ráðherra og alþingismaður að reyna að slá sig til riddara með því að ráðast á hvalveiðarnar og segir í viðtali við RÚV að hún telji að þetta geti skaðað ímynd Íslands út á við í alþjóðasamfélaginu, ímynd okkar í umhverfislegu tilliti. Heyr á endemi! Hvað segir frúin þá um framkvæmdirnar sem hún studdi við Kárahnjúka? Hvalveiðarnar eru sjálfbær og mjög varfærnisleg nýting úr endurnýjanlegum dýrastofnum, og skaða ekki náttúruna á neinn hátt. Þær eru ekki óafturkræf náttúruspjöll eins og virkjanaframkvæmdirnar sem Jónína Bjartmarz og félagar hennar í Framsókn eru svo hrifin af. Nei, Jónína Bjartmarz ætti að segja af sér sem ráðherra fyrst hún er svona óánægð með fullkomlega löglega ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Um leið ætti hún að harma framkvæmdirnar við Kárahnjúka og biðja þjóðina fyrirgefningar fyrir að hafa gefið samþykki sitt fyrir þeim sem fulltrúi á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fyrr en þetta gerist, þá tek ég ekkert mark á henni varðandi afstöðu hennar til hvalveiða. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í fjölmiðlum, vegna þess að Íslendingar hefja nú atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eru fádæma klaufalegar og lýsa botnlausri hræsni. Það er fyrir neðan allar hellur að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli láta svona lagað frá sér fara rétt eftir að heimsbyggðinni hefur verið tilkynnt að einhugur ríki í sömu ríkisstjórn um að hefja atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eftir um tuttugu ára hlé. Ráðherrann kemur hér í bakið á ríkisstjórninni og öllum þeim sem vilja hefja hvalveiðar á nýjan leik. Þannig opnar hún óþarfa tækifæri fyrir andstæðinga hvalveiða og grefur undan þjóðarhagsmunum og góðum málstað Íslands út á við. Ráðherrann virðist ekki hafa þorað að skýra frá efasemdum sínum við ríkisstjórnina þegar málið var rætt þar og ákvörðun tekin. Ráðherrann lét sig svo vanta á Alþingi þegar umræður um ummæli hennar fóru fram í upphafi þingfundar í liðinni viku, þrátt fyrir að hafa verið látin vita af því hvað til stæði með góðum fyrirvara. Hér fer ráðherra sem þykist vilja tala um ímynd Íslands í umhverfismálum, en gerir það helst ekki nema á eintali við fréttamenn. Þessi sami ráðherra greiddi virkjanaframkvæmdum á Austurlandi atkvæði sitt þegjandi og möglunarlaust þann 8. apríl árið 2002, og hefur aldrei síðan að ég best veit gagnrýnt þær framkvæmdir. Þarna var farið út í mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar. Óafturkræfar framkvæmdir sem vakið hafa heimsathygli og sætt mikilli gagnrýni og deilum sem klofið hafa þjóðina. Nú kýs þessi ráðherra og alþingismaður að reyna að slá sig til riddara með því að ráðast á hvalveiðarnar og segir í viðtali við RÚV að hún telji að þetta geti skaðað ímynd Íslands út á við í alþjóðasamfélaginu, ímynd okkar í umhverfislegu tilliti. Heyr á endemi! Hvað segir frúin þá um framkvæmdirnar sem hún studdi við Kárahnjúka? Hvalveiðarnar eru sjálfbær og mjög varfærnisleg nýting úr endurnýjanlegum dýrastofnum, og skaða ekki náttúruna á neinn hátt. Þær eru ekki óafturkræf náttúruspjöll eins og virkjanaframkvæmdirnar sem Jónína Bjartmarz og félagar hennar í Framsókn eru svo hrifin af. Nei, Jónína Bjartmarz ætti að segja af sér sem ráðherra fyrst hún er svona óánægð með fullkomlega löglega ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Um leið ætti hún að harma framkvæmdirnar við Kárahnjúka og biðja þjóðina fyrirgefningar fyrir að hafa gefið samþykki sitt fyrir þeim sem fulltrúi á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fyrr en þetta gerist, þá tek ég ekkert mark á henni varðandi afstöðu hennar til hvalveiða. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun