Af hverju konur fá enn greidd lægri laun en karlar 26. október 2006 05:00 Það er dapurlegt að heyra í formanni VR og félagsmálaráðherra þegar þeir eru spurðir út í launamun kynjanna sem er 15% þriðja árið í röð. Báðir segjast þeir ráðalausir. Undrun þessa manna undirstrikar það sem margur femínistinn hefur stagglast á í mörgu ár. Eitt eða tvö góð átök breyta ekki miklu, ekki frekar en í umferðinni - því miður. Samhengi hlutanna virðist ekki öllum ljóst og það að ætla sér að lagfæra jafnrétti kynjanna með þó vel meintri auglýsingaherferð er langt frá því að vera það eina sem þarf til. Þegar aðeins má tala um einn anga óréttlætis og reynt er að vinna bug á honum einangrað er fyrirsjáanlegt að árangurinn verður ekki ýkja mikill. Við þurfum að setja kynjagleraugunum á nefið í öllum málaflokkum. Þegar sett eru ný lög á Alþingi séu þau skoðuð sérstaklega með tilliti til áhrifa þeirra á konur og karla. Í undirbúningi að ákvarðanatöku og við úthlutun fjármagns, t.d. í fjárhagsáætlunargerð, og þegar teknar eru aðrar ákvarðanir um úthlutun fjármagns, þarf að taka mið af þörfum og áhrifum á bæði kynin og greina áhrif ákvarðana á stöðu þeirra. Þegar greiningin er til staðar er hægt að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir sem varða jafnréttismál. Setjum jafnréttismálin í forsætisráðuneytið. Eina leiðin til að samþætta jafnréttismálin öllu stjórnkerfi landsins er að setja valdið og eftirlitið efst í skipuritið. Tökum afgerandi afstöðu gegn öllu kynbundnu ofbeldi, hvort sem það heitir heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vændi eða barnaníð. Veljum þá leið að láta fjarlæga ofbeldismanninn af heimilinu og gerum það ólöglegt að kaupa vændi. Það er sorglegt að horfa upp á góðar tillögur að lausnum fara forgörðum vegna skilningsleysis núverandi ríkistjórnar á málaflokknum. Við þurfum að koma á mannúðlegri lögum í eitt skipti fyrir öll. Útrýmum launaleynd. Launaleyndin er stærsti þátturinn í því að viðhalda launamisrétti. Verkalýðshreyfingarnar geta gerst þriðji aðili í því að skoða hvort um launamisrétti sé að ræða á vinnustað. Samræmd starfsmöt eru leið sem sveitafélögin hafa verið að reyna og margt bendir til þess að sú leið geti verið vænleg til árangurs þó það sé ekki fullreynt ennþá. Lengjum fæðingaorlofið því við vitum að það þarf að brúa bilið á milli 9 - 18 mánaða aldurs barna og það er oftast fjárhaglega hagkvæmara fyrir fjölskyldustærðin að konan dreifi fæðingaorlofinu sínu og láti sér duga 40% af upprunalegum tekjum. Fæðingaorlofið þarf að vera 15 mánuðir fyrir foreldra. Svo þarf dagvistunarúræði að koma til fyrr á aldursævi barna. Heimurinn er stútfullur af ósamræmi hvað varðar lífskjör kvenna og karla. Staðalímyndir kynjanna og klámvæðingin ýtir undir ennfrekari ójafnrétti. Leggjum í herferð til að vekja fólk til vitundar um dulda kynjablindu. Hvers vegna er það þannig að ég er í sífellu spurð hvort ég haldi að ég hafi tíma í bæði barnauppeldi og þingstörf þrátt fyrir að eiga eiginmann sem er fullfær föður ? Ætli flokksbræður mínir á þingi, sem þó flestir eiga fleiri en eitt og tvö börn, séu spurðir sömu spurningar? Ég held ekki. Viðskiptalífið endurspeglar hvað verið er að sóa miklum mannauði vegna mismununar kynjanna. Þrátt fyrir að konur hafi meiri menntun og mikinn metnað eiga minni menntaðir karlar oft meiri möguleika en þær. Ef greiningadeildir bankanna kynnu að reikna út það tap sem af þessu hlýst væru bankarnir ólmir að kenna sínum yfirmönnum að blindast ekki í staðalímyndum. Höldum áfram að berjast með góðum herferðum en blekkjum okkur ekki. Við þurfum mikla hugarfarsbreytingu og miklu betri lög. Höfundur býður sig fram í 6. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að heyra í formanni VR og félagsmálaráðherra þegar þeir eru spurðir út í launamun kynjanna sem er 15% þriðja árið í röð. Báðir segjast þeir ráðalausir. Undrun þessa manna undirstrikar það sem margur femínistinn hefur stagglast á í mörgu ár. Eitt eða tvö góð átök breyta ekki miklu, ekki frekar en í umferðinni - því miður. Samhengi hlutanna virðist ekki öllum ljóst og það að ætla sér að lagfæra jafnrétti kynjanna með þó vel meintri auglýsingaherferð er langt frá því að vera það eina sem þarf til. Þegar aðeins má tala um einn anga óréttlætis og reynt er að vinna bug á honum einangrað er fyrirsjáanlegt að árangurinn verður ekki ýkja mikill. Við þurfum að setja kynjagleraugunum á nefið í öllum málaflokkum. Þegar sett eru ný lög á Alþingi séu þau skoðuð sérstaklega með tilliti til áhrifa þeirra á konur og karla. Í undirbúningi að ákvarðanatöku og við úthlutun fjármagns, t.d. í fjárhagsáætlunargerð, og þegar teknar eru aðrar ákvarðanir um úthlutun fjármagns, þarf að taka mið af þörfum og áhrifum á bæði kynin og greina áhrif ákvarðana á stöðu þeirra. Þegar greiningin er til staðar er hægt að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir sem varða jafnréttismál. Setjum jafnréttismálin í forsætisráðuneytið. Eina leiðin til að samþætta jafnréttismálin öllu stjórnkerfi landsins er að setja valdið og eftirlitið efst í skipuritið. Tökum afgerandi afstöðu gegn öllu kynbundnu ofbeldi, hvort sem það heitir heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vændi eða barnaníð. Veljum þá leið að láta fjarlæga ofbeldismanninn af heimilinu og gerum það ólöglegt að kaupa vændi. Það er sorglegt að horfa upp á góðar tillögur að lausnum fara forgörðum vegna skilningsleysis núverandi ríkistjórnar á málaflokknum. Við þurfum að koma á mannúðlegri lögum í eitt skipti fyrir öll. Útrýmum launaleynd. Launaleyndin er stærsti þátturinn í því að viðhalda launamisrétti. Verkalýðshreyfingarnar geta gerst þriðji aðili í því að skoða hvort um launamisrétti sé að ræða á vinnustað. Samræmd starfsmöt eru leið sem sveitafélögin hafa verið að reyna og margt bendir til þess að sú leið geti verið vænleg til árangurs þó það sé ekki fullreynt ennþá. Lengjum fæðingaorlofið því við vitum að það þarf að brúa bilið á milli 9 - 18 mánaða aldurs barna og það er oftast fjárhaglega hagkvæmara fyrir fjölskyldustærðin að konan dreifi fæðingaorlofinu sínu og láti sér duga 40% af upprunalegum tekjum. Fæðingaorlofið þarf að vera 15 mánuðir fyrir foreldra. Svo þarf dagvistunarúræði að koma til fyrr á aldursævi barna. Heimurinn er stútfullur af ósamræmi hvað varðar lífskjör kvenna og karla. Staðalímyndir kynjanna og klámvæðingin ýtir undir ennfrekari ójafnrétti. Leggjum í herferð til að vekja fólk til vitundar um dulda kynjablindu. Hvers vegna er það þannig að ég er í sífellu spurð hvort ég haldi að ég hafi tíma í bæði barnauppeldi og þingstörf þrátt fyrir að eiga eiginmann sem er fullfær föður ? Ætli flokksbræður mínir á þingi, sem þó flestir eiga fleiri en eitt og tvö börn, séu spurðir sömu spurningar? Ég held ekki. Viðskiptalífið endurspeglar hvað verið er að sóa miklum mannauði vegna mismununar kynjanna. Þrátt fyrir að konur hafi meiri menntun og mikinn metnað eiga minni menntaðir karlar oft meiri möguleika en þær. Ef greiningadeildir bankanna kynnu að reikna út það tap sem af þessu hlýst væru bankarnir ólmir að kenna sínum yfirmönnum að blindast ekki í staðalímyndum. Höldum áfram að berjast með góðum herferðum en blekkjum okkur ekki. Við þurfum mikla hugarfarsbreytingu og miklu betri lög. Höfundur býður sig fram í 6. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun