Ísland og alþjóðleg samkeppni 26. október 2006 05:00 Stjórnvöld gegna stóru hlutverki í alþjóðlegri samkeppni. Stefna stjórnvalda hefur áhrif á samkeppnisstöðu þjóðarinnar bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Markmið stjórnvalda á að vera að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta uppfært samkeppnisyfirburði í greinum sem fyrir eru en einnig að auðvelda fyrirtækjum inngöngu í nýjar atvinnugreinar með möguleika á mikilli framlegð. Mikilvægt hlutverk hins opinbera er að stuðla að þróun framleiðsluþáttanna með því að efla og styðja við menntun, rannsóknir og nýsköpun. Beinum ríkisafskiptum á að halda í lágmarki. Hlutverk stjórnvalda á sviði upplýsingarmiðlunar er þó mikilvægt.Einstakar atvinnugreinar og fyrirtækiTekjur af sjávarafurðum hafa löngum verið stærsti einstaki tekjupóstur þjóðarinnar. En tekjur af erlendum ferðamönnum og af stóriðju hafa undanfarin ár verið vaxandi hluti þjóðartekna. Tekjur af þjónustu banka og fjármálafyrirtækja eru sér kapítuli út af fyrir sig, slíkur hefur vöxtur og útrás þeirra verið undanfarin misseri.Frelsi í viðskiptum hefur aukist undanfarin ár og leitt til eins mesta velmegunar- og framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að viðhalda og auka viðskiptafrelsi en leggja jafnframt áherslu á stöðugleika, lága verðbólgu og heilbrigða samkeppni.Íslendingar geta ekki ekki lengur treyst á hagnýtingu frumvinnslu náttúrauðlinda til að halda samkeppnishæfni sinni meðal þjóðanna og hagsæld í framtíðinni. Nauðsynlegt er að leggja frekari rækt við þróaðri þætti fremur en að einblína á grunnþætti framleiðslunnar.Í heilbrigðisgeiranum hefur fyrirtækið Össur skapað sér sterka stöðu á sviði endurhæfingar og er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu gervilima. Þannig hafa þróast tækifæri fyrir Ísland til að marka sér sérstöðu gagnvart öðrum þjóðum. Nýsköpun hefur sprottið upp í skjóli sjávarútvegs. Marel hefur með sérhæfingu sinni sinni dafnað og öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum mörkuðum, eru þá ótalin fyrirtækin Actavis, Exista o.fl.Bláa lónið er vel kynnt sem heilsulind sem dregur að erlenda ferðamen. Einnig kunna að vera sóknarfæri á endurhæfingarstöðvum á Reykjalundi og í Heilsustofnun H.N.L.F.Í. í Hveragerði. SÁÁ stendur vel að endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda enda líta útlendingar þangað öfundaraugum. Á þessum sviðum liggja markaðsleg sóknarfæri. Styrkurinn á sviði endurhæfingar er íslenskur mannauður og framandi umhverfi fjarri ys og þys stórborga. Lykilatriði er sterk ímynd og hreinleiki landsins.NáttúruauðlindirÍsland býr yfir miklum náttúruauðlindum þó ekki séu allir sammála um hvernig nýta eigi auðlindir landsins. Þess vegna er miklisvert að vel takist til við stefnumótun í auðlindanýtingu þjóðarinnar og almenn sátt ríki. Útflutningur matvæla, bæði landbúnaðarvara og sjávarfangs hefur takmörk að magni til en vaxtarmöguleikar felast í hollustu og gæðum afurða ef tekst að skapa hreina og náttúruvæna ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Vísindaleg nýting auðlinda er nauðsyn í þeirri viðleitni.Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld gegna stóru hlutverki í alþjóðlegri samkeppni. Stefna stjórnvalda hefur áhrif á samkeppnisstöðu þjóðarinnar bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Markmið stjórnvalda á að vera að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta uppfært samkeppnisyfirburði í greinum sem fyrir eru en einnig að auðvelda fyrirtækjum inngöngu í nýjar atvinnugreinar með möguleika á mikilli framlegð. Mikilvægt hlutverk hins opinbera er að stuðla að þróun framleiðsluþáttanna með því að efla og styðja við menntun, rannsóknir og nýsköpun. Beinum ríkisafskiptum á að halda í lágmarki. Hlutverk stjórnvalda á sviði upplýsingarmiðlunar er þó mikilvægt.Einstakar atvinnugreinar og fyrirtækiTekjur af sjávarafurðum hafa löngum verið stærsti einstaki tekjupóstur þjóðarinnar. En tekjur af erlendum ferðamönnum og af stóriðju hafa undanfarin ár verið vaxandi hluti þjóðartekna. Tekjur af þjónustu banka og fjármálafyrirtækja eru sér kapítuli út af fyrir sig, slíkur hefur vöxtur og útrás þeirra verið undanfarin misseri.Frelsi í viðskiptum hefur aukist undanfarin ár og leitt til eins mesta velmegunar- og framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að viðhalda og auka viðskiptafrelsi en leggja jafnframt áherslu á stöðugleika, lága verðbólgu og heilbrigða samkeppni.Íslendingar geta ekki ekki lengur treyst á hagnýtingu frumvinnslu náttúrauðlinda til að halda samkeppnishæfni sinni meðal þjóðanna og hagsæld í framtíðinni. Nauðsynlegt er að leggja frekari rækt við þróaðri þætti fremur en að einblína á grunnþætti framleiðslunnar.Í heilbrigðisgeiranum hefur fyrirtækið Össur skapað sér sterka stöðu á sviði endurhæfingar og er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu gervilima. Þannig hafa þróast tækifæri fyrir Ísland til að marka sér sérstöðu gagnvart öðrum þjóðum. Nýsköpun hefur sprottið upp í skjóli sjávarútvegs. Marel hefur með sérhæfingu sinni sinni dafnað og öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum mörkuðum, eru þá ótalin fyrirtækin Actavis, Exista o.fl.Bláa lónið er vel kynnt sem heilsulind sem dregur að erlenda ferðamen. Einnig kunna að vera sóknarfæri á endurhæfingarstöðvum á Reykjalundi og í Heilsustofnun H.N.L.F.Í. í Hveragerði. SÁÁ stendur vel að endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda enda líta útlendingar þangað öfundaraugum. Á þessum sviðum liggja markaðsleg sóknarfæri. Styrkurinn á sviði endurhæfingar er íslenskur mannauður og framandi umhverfi fjarri ys og þys stórborga. Lykilatriði er sterk ímynd og hreinleiki landsins.NáttúruauðlindirÍsland býr yfir miklum náttúruauðlindum þó ekki séu allir sammála um hvernig nýta eigi auðlindir landsins. Þess vegna er miklisvert að vel takist til við stefnumótun í auðlindanýtingu þjóðarinnar og almenn sátt ríki. Útflutningur matvæla, bæði landbúnaðarvara og sjávarfangs hefur takmörk að magni til en vaxtarmöguleikar felast í hollustu og gæðum afurða ef tekst að skapa hreina og náttúruvæna ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Vísindaleg nýting auðlinda er nauðsyn í þeirri viðleitni.Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar