Ísland og alþjóðleg samkeppni 26. október 2006 05:00 Stjórnvöld gegna stóru hlutverki í alþjóðlegri samkeppni. Stefna stjórnvalda hefur áhrif á samkeppnisstöðu þjóðarinnar bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Markmið stjórnvalda á að vera að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta uppfært samkeppnisyfirburði í greinum sem fyrir eru en einnig að auðvelda fyrirtækjum inngöngu í nýjar atvinnugreinar með möguleika á mikilli framlegð. Mikilvægt hlutverk hins opinbera er að stuðla að þróun framleiðsluþáttanna með því að efla og styðja við menntun, rannsóknir og nýsköpun. Beinum ríkisafskiptum á að halda í lágmarki. Hlutverk stjórnvalda á sviði upplýsingarmiðlunar er þó mikilvægt.Einstakar atvinnugreinar og fyrirtækiTekjur af sjávarafurðum hafa löngum verið stærsti einstaki tekjupóstur þjóðarinnar. En tekjur af erlendum ferðamönnum og af stóriðju hafa undanfarin ár verið vaxandi hluti þjóðartekna. Tekjur af þjónustu banka og fjármálafyrirtækja eru sér kapítuli út af fyrir sig, slíkur hefur vöxtur og útrás þeirra verið undanfarin misseri.Frelsi í viðskiptum hefur aukist undanfarin ár og leitt til eins mesta velmegunar- og framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að viðhalda og auka viðskiptafrelsi en leggja jafnframt áherslu á stöðugleika, lága verðbólgu og heilbrigða samkeppni.Íslendingar geta ekki ekki lengur treyst á hagnýtingu frumvinnslu náttúrauðlinda til að halda samkeppnishæfni sinni meðal þjóðanna og hagsæld í framtíðinni. Nauðsynlegt er að leggja frekari rækt við þróaðri þætti fremur en að einblína á grunnþætti framleiðslunnar.Í heilbrigðisgeiranum hefur fyrirtækið Össur skapað sér sterka stöðu á sviði endurhæfingar og er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu gervilima. Þannig hafa þróast tækifæri fyrir Ísland til að marka sér sérstöðu gagnvart öðrum þjóðum. Nýsköpun hefur sprottið upp í skjóli sjávarútvegs. Marel hefur með sérhæfingu sinni sinni dafnað og öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum mörkuðum, eru þá ótalin fyrirtækin Actavis, Exista o.fl.Bláa lónið er vel kynnt sem heilsulind sem dregur að erlenda ferðamen. Einnig kunna að vera sóknarfæri á endurhæfingarstöðvum á Reykjalundi og í Heilsustofnun H.N.L.F.Í. í Hveragerði. SÁÁ stendur vel að endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda enda líta útlendingar þangað öfundaraugum. Á þessum sviðum liggja markaðsleg sóknarfæri. Styrkurinn á sviði endurhæfingar er íslenskur mannauður og framandi umhverfi fjarri ys og þys stórborga. Lykilatriði er sterk ímynd og hreinleiki landsins.NáttúruauðlindirÍsland býr yfir miklum náttúruauðlindum þó ekki séu allir sammála um hvernig nýta eigi auðlindir landsins. Þess vegna er miklisvert að vel takist til við stefnumótun í auðlindanýtingu þjóðarinnar og almenn sátt ríki. Útflutningur matvæla, bæði landbúnaðarvara og sjávarfangs hefur takmörk að magni til en vaxtarmöguleikar felast í hollustu og gæðum afurða ef tekst að skapa hreina og náttúruvæna ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Vísindaleg nýting auðlinda er nauðsyn í þeirri viðleitni.Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld gegna stóru hlutverki í alþjóðlegri samkeppni. Stefna stjórnvalda hefur áhrif á samkeppnisstöðu þjóðarinnar bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Markmið stjórnvalda á að vera að skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta uppfært samkeppnisyfirburði í greinum sem fyrir eru en einnig að auðvelda fyrirtækjum inngöngu í nýjar atvinnugreinar með möguleika á mikilli framlegð. Mikilvægt hlutverk hins opinbera er að stuðla að þróun framleiðsluþáttanna með því að efla og styðja við menntun, rannsóknir og nýsköpun. Beinum ríkisafskiptum á að halda í lágmarki. Hlutverk stjórnvalda á sviði upplýsingarmiðlunar er þó mikilvægt.Einstakar atvinnugreinar og fyrirtækiTekjur af sjávarafurðum hafa löngum verið stærsti einstaki tekjupóstur þjóðarinnar. En tekjur af erlendum ferðamönnum og af stóriðju hafa undanfarin ár verið vaxandi hluti þjóðartekna. Tekjur af þjónustu banka og fjármálafyrirtækja eru sér kapítuli út af fyrir sig, slíkur hefur vöxtur og útrás þeirra verið undanfarin misseri.Frelsi í viðskiptum hefur aukist undanfarin ár og leitt til eins mesta velmegunar- og framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að viðhalda og auka viðskiptafrelsi en leggja jafnframt áherslu á stöðugleika, lága verðbólgu og heilbrigða samkeppni.Íslendingar geta ekki ekki lengur treyst á hagnýtingu frumvinnslu náttúrauðlinda til að halda samkeppnishæfni sinni meðal þjóðanna og hagsæld í framtíðinni. Nauðsynlegt er að leggja frekari rækt við þróaðri þætti fremur en að einblína á grunnþætti framleiðslunnar.Í heilbrigðisgeiranum hefur fyrirtækið Össur skapað sér sterka stöðu á sviði endurhæfingar og er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu gervilima. Þannig hafa þróast tækifæri fyrir Ísland til að marka sér sérstöðu gagnvart öðrum þjóðum. Nýsköpun hefur sprottið upp í skjóli sjávarútvegs. Marel hefur með sérhæfingu sinni sinni dafnað og öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum mörkuðum, eru þá ótalin fyrirtækin Actavis, Exista o.fl.Bláa lónið er vel kynnt sem heilsulind sem dregur að erlenda ferðamen. Einnig kunna að vera sóknarfæri á endurhæfingarstöðvum á Reykjalundi og í Heilsustofnun H.N.L.F.Í. í Hveragerði. SÁÁ stendur vel að endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda enda líta útlendingar þangað öfundaraugum. Á þessum sviðum liggja markaðsleg sóknarfæri. Styrkurinn á sviði endurhæfingar er íslenskur mannauður og framandi umhverfi fjarri ys og þys stórborga. Lykilatriði er sterk ímynd og hreinleiki landsins.NáttúruauðlindirÍsland býr yfir miklum náttúruauðlindum þó ekki séu allir sammála um hvernig nýta eigi auðlindir landsins. Þess vegna er miklisvert að vel takist til við stefnumótun í auðlindanýtingu þjóðarinnar og almenn sátt ríki. Útflutningur matvæla, bæði landbúnaðarvara og sjávarfangs hefur takmörk að magni til en vaxtarmöguleikar felast í hollustu og gæðum afurða ef tekst að skapa hreina og náttúruvæna ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Vísindaleg nýting auðlinda er nauðsyn í þeirri viðleitni.Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun