Heimur batnandi fer 27. október 2006 00:01 Erlendir valdsmenn, sem mótmæla hvalveiðum, hafa ekki verið spurðir mikilvægustu spurningarinnar: Hvers vegna eru þeir á móti þeim? Ef svarið er, að hvalir séu í útrýmingarhættu, þá gildir það ekki um þá hvalastofna, sem veiddir eru á Íslandsmiðum. Nóg er af þeim, segja vísindamenn, og raunar meira en nóg, því að þeir eru skæðir keppinautar mannfólksins um fæðu úr sjó. Ef svarið er, að rangt sé siðferðilega að drepa hvali, þá má spyrja á móti, hvað valdsmönnunum finnist um það, að hvalir drepa fjölda sjávardýra sér til matar. Hvalamálið leiðir hins vegar hugann að öðru. Umhverfi okkar mannanna hefur batnað stórkostlega síðustu áratugi, eins og Björn Lomborg bendir á í hinni fróðlegu bók „Hið sanna ástand heimsins", sem kom út á íslensku árið 2000. Heimsendaspár hafa reynst rangar. Miklu færri dýrategundir eru til dæmis í útrýmingarhættu en haldið hefur verið fram. Einnig má nefna fólksfjölgun. Oft er sagt, að jörðin geti ekki brauðfætt þá milljarða manna, sem eiga eftir að bætast við á þessari öld. En mörg þéttbýlustu lönd heims eru í Norðurálfunni, til dæmis Holland. Það stendur íbúum þar ekki fyrir þrifum. Með „grænu byltingunni" á sjöunda áratug síðustu aldar stórjókst matvælaframleiðsla. Vissulega er enn til hungur í heiminum, en það má rekja til ófriðar og slæms stjórnarfars, ekki hins, að jörðinni sé ofboðið. Fleiri lifa nú en áður og betra lífi. Meðalaldur hefur tvöfaldast síðustu hundrað ár. Mjög hefur dregið úr barnadauða og margvíslegum smit- og hörgulsjúkdómum með aukinni velmegun og framförum í lækningum. Í þriðja lagi ber að benda á þróunarlöndin. Þótt þau séu mörg snauð, hefur dregið þar úr fátækt, sérstaklega þar sem atvinnufrelsi hefur verið leiðarljósið, eins og í Hong Kong og Singapore. Nú hefur meiri hluti íbúa þróunarlandanna aðgang að hreinu drykkjarvatni, sem er höfuðnauðsyn til að halda heilsu. Ólæsi æskufólks hefur minnkað úr 70% fyrir fjörutíu árum niður í 20%. Margt er ógert, en stefnir í rétta átt. Margir hafa áhyggjur af sóun náttúruauðlinda og mengun. Í „Endimörkum vaxtarins", sem kom út á íslensku 1974, var því spáð, að ýmis hráefni myndu fljótlega ganga til þurrðar. Þetta reyndist rangt. Hvort tveggja er, að fundist hefur meira af slíkum efnum og að með betri tækni hefur nýting þeirra batnað. Oft er einnig fullyrt, að svokallað súrt regn eyði skógum. En komið hefur í ljós, að áhrif þess á skóga eru lítil sem engin. Enn fremur er því iðulega haldið fram, að skógar séu af ýmsum öðrum ástæðum að eyðast. En skógar þekja jafnmikil svæði jarðar nú og fyrir hálfri öld. Raunar eiga þeir miklu minni þátt í nauðsynlegri súrefnismyndun í andrúmsloftinu en aðrar plöntur, svo sem svif sjávar. Ég hef áður bent á það hér í blaðinu, að hugsanlega sé jörðin að hlýna eitthvað, en óvíst sé, að það sé vegna losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. Jörðin hefur áður hlýnað snögglega, enda tekur loftslag sífelldum breytingum. Sumir vísindamenn halda því raunar fram, að hitastig jarðar fari aðallega eftir eldvirkni á yfirborði sólar. Síðast, en ekki síst, verður að huga að öryggi inn á við og út á við. Af því eru góðar fréttir. Ofbeldisglæpir hafa víðast minnkað. Á 13. öld voru í Englandi framin um 20 morð á hverja 100 þúsund íbúa, en um miðja tuttugustu öld var talan komin niður í 0,5. Þótt ofbeldisglæpir séu miklu tíðari í Bandaríkjunum en Bretlandi, hefur líka dregið þar úr slíkum glæpum, meðal annars vegna hertrar löggæslu. Miklu friðvænlegra er í heiminum nú en fyrir 1989, þegar kalda stríðinu lauk. Á síðustu öld voru háðar tvær mannskæðar heimsstyrjaldir, og í kalda stríðinu veifuðu risaveldin kjarnorkusprengjum hvort framan í annað. Nú er hættan önnur og miklu minni. Hún er af skálkaríkjum og hryðjuverkasamtökum. Ef brugðist er við henni af röggsemi, þá kann að renna upp svipuð friðaröld og var frá lokum Napóleonsstyrjaldanna 1815 og fram til 1914. Heimurinn er ekki fullkominn, en hann fer batnandi, þótt vitaskuld eigum við að berjast gegn sóun náttúruauðlinda, mengun og því fólki, sem ógnar öryggi okkar. Frelsið krefst sífelldrar árvekni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Erlendir valdsmenn, sem mótmæla hvalveiðum, hafa ekki verið spurðir mikilvægustu spurningarinnar: Hvers vegna eru þeir á móti þeim? Ef svarið er, að hvalir séu í útrýmingarhættu, þá gildir það ekki um þá hvalastofna, sem veiddir eru á Íslandsmiðum. Nóg er af þeim, segja vísindamenn, og raunar meira en nóg, því að þeir eru skæðir keppinautar mannfólksins um fæðu úr sjó. Ef svarið er, að rangt sé siðferðilega að drepa hvali, þá má spyrja á móti, hvað valdsmönnunum finnist um það, að hvalir drepa fjölda sjávardýra sér til matar. Hvalamálið leiðir hins vegar hugann að öðru. Umhverfi okkar mannanna hefur batnað stórkostlega síðustu áratugi, eins og Björn Lomborg bendir á í hinni fróðlegu bók „Hið sanna ástand heimsins", sem kom út á íslensku árið 2000. Heimsendaspár hafa reynst rangar. Miklu færri dýrategundir eru til dæmis í útrýmingarhættu en haldið hefur verið fram. Einnig má nefna fólksfjölgun. Oft er sagt, að jörðin geti ekki brauðfætt þá milljarða manna, sem eiga eftir að bætast við á þessari öld. En mörg þéttbýlustu lönd heims eru í Norðurálfunni, til dæmis Holland. Það stendur íbúum þar ekki fyrir þrifum. Með „grænu byltingunni" á sjöunda áratug síðustu aldar stórjókst matvælaframleiðsla. Vissulega er enn til hungur í heiminum, en það má rekja til ófriðar og slæms stjórnarfars, ekki hins, að jörðinni sé ofboðið. Fleiri lifa nú en áður og betra lífi. Meðalaldur hefur tvöfaldast síðustu hundrað ár. Mjög hefur dregið úr barnadauða og margvíslegum smit- og hörgulsjúkdómum með aukinni velmegun og framförum í lækningum. Í þriðja lagi ber að benda á þróunarlöndin. Þótt þau séu mörg snauð, hefur dregið þar úr fátækt, sérstaklega þar sem atvinnufrelsi hefur verið leiðarljósið, eins og í Hong Kong og Singapore. Nú hefur meiri hluti íbúa þróunarlandanna aðgang að hreinu drykkjarvatni, sem er höfuðnauðsyn til að halda heilsu. Ólæsi æskufólks hefur minnkað úr 70% fyrir fjörutíu árum niður í 20%. Margt er ógert, en stefnir í rétta átt. Margir hafa áhyggjur af sóun náttúruauðlinda og mengun. Í „Endimörkum vaxtarins", sem kom út á íslensku 1974, var því spáð, að ýmis hráefni myndu fljótlega ganga til þurrðar. Þetta reyndist rangt. Hvort tveggja er, að fundist hefur meira af slíkum efnum og að með betri tækni hefur nýting þeirra batnað. Oft er einnig fullyrt, að svokallað súrt regn eyði skógum. En komið hefur í ljós, að áhrif þess á skóga eru lítil sem engin. Enn fremur er því iðulega haldið fram, að skógar séu af ýmsum öðrum ástæðum að eyðast. En skógar þekja jafnmikil svæði jarðar nú og fyrir hálfri öld. Raunar eiga þeir miklu minni þátt í nauðsynlegri súrefnismyndun í andrúmsloftinu en aðrar plöntur, svo sem svif sjávar. Ég hef áður bent á það hér í blaðinu, að hugsanlega sé jörðin að hlýna eitthvað, en óvíst sé, að það sé vegna losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. Jörðin hefur áður hlýnað snögglega, enda tekur loftslag sífelldum breytingum. Sumir vísindamenn halda því raunar fram, að hitastig jarðar fari aðallega eftir eldvirkni á yfirborði sólar. Síðast, en ekki síst, verður að huga að öryggi inn á við og út á við. Af því eru góðar fréttir. Ofbeldisglæpir hafa víðast minnkað. Á 13. öld voru í Englandi framin um 20 morð á hverja 100 þúsund íbúa, en um miðja tuttugustu öld var talan komin niður í 0,5. Þótt ofbeldisglæpir séu miklu tíðari í Bandaríkjunum en Bretlandi, hefur líka dregið þar úr slíkum glæpum, meðal annars vegna hertrar löggæslu. Miklu friðvænlegra er í heiminum nú en fyrir 1989, þegar kalda stríðinu lauk. Á síðustu öld voru háðar tvær mannskæðar heimsstyrjaldir, og í kalda stríðinu veifuðu risaveldin kjarnorkusprengjum hvort framan í annað. Nú er hættan önnur og miklu minni. Hún er af skálkaríkjum og hryðjuverkasamtökum. Ef brugðist er við henni af röggsemi, þá kann að renna upp svipuð friðaröld og var frá lokum Napóleonsstyrjaldanna 1815 og fram til 1914. Heimurinn er ekki fullkominn, en hann fer batnandi, þótt vitaskuld eigum við að berjast gegn sóun náttúruauðlinda, mengun og því fólki, sem ógnar öryggi okkar. Frelsið krefst sífelldrar árvekni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun