Hryllingur fyrir hrædda þjóð 2. nóvember 2006 15:45 Eli Roth er af mörgum talinn einn fremsti hryllingsmyndaleikstjóri heims um þessar mundir en hann er staddur hér á landi til að taka upp smá hluta fyrir framhald kvikmyndarinnar Hostel. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við hann um Hostel-ævintýrið, hrædda landa hans og hvalveiðar. Eli sat að snæðingi þegar Fréttablaðið bar að garði á Nordica hótel en eftir að hafa rennt samlokunni niður settist leikstjórinn í sófann og útskýrði ástæðuna fyrir dvöl sinni hér á landi, af hverju hann væri að taka upp senu sem ætti í myndinni að gerast í Slóvakíu. „Þetta er bara léleg afsökun fyrir að koma til Íslands," segir Eli og glottir. „Ég vildi heimsækja hestinn sem ég á auk þess sem líkaminn slakar ótrúlega vel á hérna," segir Eli en hann var nýkominn frá tökustað á Ingólfshvoli þar sem Eli vann á hestaleigu fyrir fimmtán árum.Tekið upp í Blá lóninuLeikstjórinn fékk jafnframt leyfi frá forráðamönnum Bláa lónsins til að taka upp nokkur atriði þar en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem náttúruundrið í Grindavík er notað í kvikmynd. „Ég lofa því að engu blóði verður úthellt þar enda veit ég hversu heilagur staðurinn er fyrir Íslendinga," segir Eli sem augljóslega ber mikla virðingu fyrir landi og þjóð.Þá upplýsir leikstjórinn jafnframt að nokkrar senur verði teknar upp í kjallaranum í Laugum, staður sem Eli segist alltaf verða jafn undrandi á. „Alveg merkilegt, það er nánast sama á hvaða tíma maður fer, það er alltaf troðið þarna," segir Eli. Einungis er um þrjá tökudaga að ræða en Eli reiknar ekki með að fara fyrr en á þriðjudaginn, ætlar að nota smá tíma til að ríða út á hestinum sínum. „Ég ætlaði að vera lengur en þarf því miður að fara út og klára að klippa myndina," segir Eli.Óhætt er hægt að segja að síðast þegar leikstjórinn kom hingað ásamt stórvini sínum Quentin Tarantino hafi myndast hálfgerður fjölmiðlasirkus. Eli segir að Tarantino hafi líkað dvölin hér á landi einstaklega vel og hafi bölvað sér í sand og ösku fyrir að fara hingað án hans. „Ég bauð honum með mér og það var upphaflega ætlunin. Tarantino hélt að hann yrði búinn að klára tökur á Grindhouse en þær frestuðust aðeins," segir Eli en bætir við að þeir félagar vilji gjarnan koma hingað aftur á gamlárskvöld. „Við vildum gjarnan vera hérna á hverju einasta gamlárskvöldi," segir leikstjórinn.Hryllingurinn spegilmynd af umhverfinuHinar nýju hryllingsmyndir eru spegilmynd af því tætta og hrædda þjóðfélagi sem Bandaríkin eru.Roth hefur verið í fararbroddi fyrir kvikmyndastefnu sem kölluð hefur verið „torture-porn" eða „pyntingar-klám". Eli er þó ekki sammála þeirri skilgreiningu því klám í sjálfu sér skilji ekkert eftir sig. „Hostel gerði það hins vegar, hún skildi eitthvað eftir sig, einhvern vitnisburð um hvar vestræn menning stendur," útskýrir hann. „Á meðan George W. Bush er við völd í Bandaríkjunum verða gerðar svona myndir því þær eru ekkert annað en spegilmynd af því tætta þjóðfélagi sem Bandaríkin eru," segir Eli og er kominn á flug. „Fólk er í uppnámi yfir því hvernig Bandaríkin eru orðin, þau eru sundurleit og í henglum og Íraksstríðið stendur verr en Víetnamsstríðið á sínum tíma," heldur leikstjórinn áfram. „Fólk vill öskra en getur það ekki, hryllingsmyndir á borð við Hostel og Saw gefa fólki tækifæri til þess. Fyrir 9/11 héldu Bandaríkjamenn að þeir væru öryggir en í fyrsta sinn síðan borgarastyrjöldinni lauk finnst Bandaríkjamönnum þeir ekki vera óhultir," segir Eli. Hinar nýju hryllingsmyndir séu því ekki annað en afþreying handa taugaóstyrkri og hræddri þjóð. Meiri hryllingurEli lofar meiri hryllingi í næstu Hostel-mynd, eitthvað sem fáir myndu halda að væri gerlegt. Leikstjórinn segir hins vegar að blóðið muni ekki flæða stanslaust í níutíu mínútur því Hostel II verði að vera betri en forveri sinn. „Að skrifa handritið fyrir þessa mynd var mun erfiðara en fyrir þá fyrri," útskýrir Eli. „Þá vissu menn ekkert við hverju var að búast en mér finnst vera gerðar til mín meiri kröfur fyrir þessa mynd og áhorfendur búast við meiru," bætir leikstjórinn við. „Í fyrri myndinni var léttleikinn í fyrirrúmi fyrsta hálftímann en svo tók myrkrið öll völd. Hostel II verður í myrkrinu mest allan tímann." Þegar tökum á Hostel II lýkur gerir Eli kvikmynd eftir bók Stephens King, Cell, en það eru sömu höfundar og skrifuðu handritið fyrir People vs. Larry Flynt sem vinna hörðum höndum að því að gera handritið og segist leikstjórinn vera spenntur fyrir verkefninu.Eli hefur jafnframt sterkar skoðanir á hvalveiðum Íslendinga, eitthvað sem hann segir vera mjög viðkvæmt mál í sínu heimalandi. „Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að þær skoðanir eru hrokafullar, Bandaríkjamenn vilja ekki láta drepa hvali af því að þessar skepnur eru tilfinningaverur en svo er allt í lagi að drepa manneskjur úti um allan heim," segir Eli og getur ekki annað en hlegið. „Þessi ákvörðun á hins vegar eftir að hafa áhrif á íslenskan ferðamannaiðnað því þegar landar mínir frétta af þessu verða þeir alveg brjálaðir og vilja ekki heimsækja ykkur." Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Eli Roth er af mörgum talinn einn fremsti hryllingsmyndaleikstjóri heims um þessar mundir en hann er staddur hér á landi til að taka upp smá hluta fyrir framhald kvikmyndarinnar Hostel. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við hann um Hostel-ævintýrið, hrædda landa hans og hvalveiðar. Eli sat að snæðingi þegar Fréttablaðið bar að garði á Nordica hótel en eftir að hafa rennt samlokunni niður settist leikstjórinn í sófann og útskýrði ástæðuna fyrir dvöl sinni hér á landi, af hverju hann væri að taka upp senu sem ætti í myndinni að gerast í Slóvakíu. „Þetta er bara léleg afsökun fyrir að koma til Íslands," segir Eli og glottir. „Ég vildi heimsækja hestinn sem ég á auk þess sem líkaminn slakar ótrúlega vel á hérna," segir Eli en hann var nýkominn frá tökustað á Ingólfshvoli þar sem Eli vann á hestaleigu fyrir fimmtán árum.Tekið upp í Blá lóninuLeikstjórinn fékk jafnframt leyfi frá forráðamönnum Bláa lónsins til að taka upp nokkur atriði þar en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem náttúruundrið í Grindavík er notað í kvikmynd. „Ég lofa því að engu blóði verður úthellt þar enda veit ég hversu heilagur staðurinn er fyrir Íslendinga," segir Eli sem augljóslega ber mikla virðingu fyrir landi og þjóð.Þá upplýsir leikstjórinn jafnframt að nokkrar senur verði teknar upp í kjallaranum í Laugum, staður sem Eli segist alltaf verða jafn undrandi á. „Alveg merkilegt, það er nánast sama á hvaða tíma maður fer, það er alltaf troðið þarna," segir Eli. Einungis er um þrjá tökudaga að ræða en Eli reiknar ekki með að fara fyrr en á þriðjudaginn, ætlar að nota smá tíma til að ríða út á hestinum sínum. „Ég ætlaði að vera lengur en þarf því miður að fara út og klára að klippa myndina," segir Eli.Óhætt er hægt að segja að síðast þegar leikstjórinn kom hingað ásamt stórvini sínum Quentin Tarantino hafi myndast hálfgerður fjölmiðlasirkus. Eli segir að Tarantino hafi líkað dvölin hér á landi einstaklega vel og hafi bölvað sér í sand og ösku fyrir að fara hingað án hans. „Ég bauð honum með mér og það var upphaflega ætlunin. Tarantino hélt að hann yrði búinn að klára tökur á Grindhouse en þær frestuðust aðeins," segir Eli en bætir við að þeir félagar vilji gjarnan koma hingað aftur á gamlárskvöld. „Við vildum gjarnan vera hérna á hverju einasta gamlárskvöldi," segir leikstjórinn.Hryllingurinn spegilmynd af umhverfinuHinar nýju hryllingsmyndir eru spegilmynd af því tætta og hrædda þjóðfélagi sem Bandaríkin eru.Roth hefur verið í fararbroddi fyrir kvikmyndastefnu sem kölluð hefur verið „torture-porn" eða „pyntingar-klám". Eli er þó ekki sammála þeirri skilgreiningu því klám í sjálfu sér skilji ekkert eftir sig. „Hostel gerði það hins vegar, hún skildi eitthvað eftir sig, einhvern vitnisburð um hvar vestræn menning stendur," útskýrir hann. „Á meðan George W. Bush er við völd í Bandaríkjunum verða gerðar svona myndir því þær eru ekkert annað en spegilmynd af því tætta þjóðfélagi sem Bandaríkin eru," segir Eli og er kominn á flug. „Fólk er í uppnámi yfir því hvernig Bandaríkin eru orðin, þau eru sundurleit og í henglum og Íraksstríðið stendur verr en Víetnamsstríðið á sínum tíma," heldur leikstjórinn áfram. „Fólk vill öskra en getur það ekki, hryllingsmyndir á borð við Hostel og Saw gefa fólki tækifæri til þess. Fyrir 9/11 héldu Bandaríkjamenn að þeir væru öryggir en í fyrsta sinn síðan borgarastyrjöldinni lauk finnst Bandaríkjamönnum þeir ekki vera óhultir," segir Eli. Hinar nýju hryllingsmyndir séu því ekki annað en afþreying handa taugaóstyrkri og hræddri þjóð. Meiri hryllingurEli lofar meiri hryllingi í næstu Hostel-mynd, eitthvað sem fáir myndu halda að væri gerlegt. Leikstjórinn segir hins vegar að blóðið muni ekki flæða stanslaust í níutíu mínútur því Hostel II verði að vera betri en forveri sinn. „Að skrifa handritið fyrir þessa mynd var mun erfiðara en fyrir þá fyrri," útskýrir Eli. „Þá vissu menn ekkert við hverju var að búast en mér finnst vera gerðar til mín meiri kröfur fyrir þessa mynd og áhorfendur búast við meiru," bætir leikstjórinn við. „Í fyrri myndinni var léttleikinn í fyrirrúmi fyrsta hálftímann en svo tók myrkrið öll völd. Hostel II verður í myrkrinu mest allan tímann." Þegar tökum á Hostel II lýkur gerir Eli kvikmynd eftir bók Stephens King, Cell, en það eru sömu höfundar og skrifuðu handritið fyrir People vs. Larry Flynt sem vinna hörðum höndum að því að gera handritið og segist leikstjórinn vera spenntur fyrir verkefninu.Eli hefur jafnframt sterkar skoðanir á hvalveiðum Íslendinga, eitthvað sem hann segir vera mjög viðkvæmt mál í sínu heimalandi. „Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að þær skoðanir eru hrokafullar, Bandaríkjamenn vilja ekki láta drepa hvali af því að þessar skepnur eru tilfinningaverur en svo er allt í lagi að drepa manneskjur úti um allan heim," segir Eli og getur ekki annað en hlegið. „Þessi ákvörðun á hins vegar eftir að hafa áhrif á íslenskan ferðamannaiðnað því þegar landar mínir frétta af þessu verða þeir alveg brjálaðir og vilja ekki heimsækja ykkur."
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira