Setjum Hafnarfjarðarveginn í stokk Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. nóvember 2006 05:00 Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun