Faxaflóahafnir taka upp Vigor-kerfi 8. nóvember 2006 00:01 Sigurður Bergsveinsson framkvæmdastjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri handsala samninginn. Aðrir á myndinni eru, frá vinstri: Theodór Ottósson og Linda Kristmannsdóttir frá TM Software og Gunnbjörn Marinósson og Ragnar Eggertsson frá Faxaflóahöfnum. Mynd/Motiv. Jón S Faxaflóahafnir og TM Software hafa undirritað samning um umfangsmikla innleiðingu á Vigor-viðskiptahugbúnaði hjá Faxaflóahöfnum. Með nýja búnaðinum á að bæta verkefnastýringu og upplýsingavinnslu Faxaflóahafna, auk þess sem fjarvinnslumöguleikar kerfisins eiga að einfalda starfsmönnum að vinna með viðskiptagögn óháð því hvar þeir eru staddir. Í samningi fyrirtækjanna felst meðal annars að innleidd verða fjárhagskerfi, samþykktar- og skönnunarkerfi, vörukerfi, innheimtukerfi, greiðslukerfi, verkbókhald, verðbréfa- og skuldabréfakerfi og aðrar einingar Vigor-hugbúnaðarins. Faxaflóahafnir tóku fyrir tæpu ári í notkun launakerfi Vigor og færist því núna rekstrarstjórnunin að mestu yfir í eina heildstæða viðskiptalausn. Gunnbjörn Marinósson, deildarstjóri tölvu- og upplýsingamála Faxaflóahafna, telur Vigor-kerfið meðal annars hafa verið valið vegna góðrar reynslu af þjónustu TM Software. „Þá er Vigor-kerfið nútímalegur hugbúnaður sem alfarið er þróaður á Íslandi og ber innlendum hugbúnaðariðnaði gott vitni,“ segir hann. Í tilkynningu TM Software kemur fram að þróun á Vigor-viðskiptahugbúnaðinum hafi verið afar hröð síðustu ár. „Meðal þess sem unnið hefur verið að undanfarið er nýtt greiningakerfi (OLAP) sem birtir rekstrartölur þvert á bókhaldslykla og er raðað upp eftir þörfum notenda. Nýtt og öflugt áætlanakerfi auðveldar fjármála- og deildarstjórum að bera saman áætlun og rekstrarstöðu auk þess sem mikil vinna hefur verið lögð í að þróa rafrænar tengingar við fjármálafyrirtæki. Verkbókhaldið er hannað þannig að það geti sinnt ólíkum þörfum fyrirtækja varðandi utanumhald verka og framkvæmda,“ segir þar. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Faxaflóahafnir og TM Software hafa undirritað samning um umfangsmikla innleiðingu á Vigor-viðskiptahugbúnaði hjá Faxaflóahöfnum. Með nýja búnaðinum á að bæta verkefnastýringu og upplýsingavinnslu Faxaflóahafna, auk þess sem fjarvinnslumöguleikar kerfisins eiga að einfalda starfsmönnum að vinna með viðskiptagögn óháð því hvar þeir eru staddir. Í samningi fyrirtækjanna felst meðal annars að innleidd verða fjárhagskerfi, samþykktar- og skönnunarkerfi, vörukerfi, innheimtukerfi, greiðslukerfi, verkbókhald, verðbréfa- og skuldabréfakerfi og aðrar einingar Vigor-hugbúnaðarins. Faxaflóahafnir tóku fyrir tæpu ári í notkun launakerfi Vigor og færist því núna rekstrarstjórnunin að mestu yfir í eina heildstæða viðskiptalausn. Gunnbjörn Marinósson, deildarstjóri tölvu- og upplýsingamála Faxaflóahafna, telur Vigor-kerfið meðal annars hafa verið valið vegna góðrar reynslu af þjónustu TM Software. „Þá er Vigor-kerfið nútímalegur hugbúnaður sem alfarið er þróaður á Íslandi og ber innlendum hugbúnaðariðnaði gott vitni,“ segir hann. Í tilkynningu TM Software kemur fram að þróun á Vigor-viðskiptahugbúnaðinum hafi verið afar hröð síðustu ár. „Meðal þess sem unnið hefur verið að undanfarið er nýtt greiningakerfi (OLAP) sem birtir rekstrartölur þvert á bókhaldslykla og er raðað upp eftir þörfum notenda. Nýtt og öflugt áætlanakerfi auðveldar fjármála- og deildarstjórum að bera saman áætlun og rekstrarstöðu auk þess sem mikil vinna hefur verið lögð í að þróa rafrænar tengingar við fjármálafyrirtæki. Verkbókhaldið er hannað þannig að það geti sinnt ólíkum þörfum fyrirtækja varðandi utanumhald verka og framkvæmda,“ segir þar.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira